Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

49. fundur 23. mars 2016 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Aron Steinn Halldórsson aðalmaður
  • Atli Berg Kárason aðalmaður
  • Rebekka Karlsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Lovísa Árnadóttir aðalmaður
  • Karen Ósk Björnsdóttir aðalmaður
  • Adda Steina Haraldsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Adda Steina Haraldsdóttir Tómstunda- og forvarnafulltrúi
Fundinn sátu einnig Dröfn Freysdóttir og Sonja Einarsdóttir sem báðar eru nemar í tómstunda- og félagsmálafræðum við HÍ og eru í starfsnámi. Einnig sat fundinn Reynir Hólm Gunnarsson, starfsmaður Vegahússins.

1.Ungt fólk og lýðræði

Málsnúmer 201603081Vakta málsnúmer

Fyrir liggur dagskrá ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði sem haldin er á vegum UMFÍ á Selfossi í mars.

Aron og Rebekka fulltrúar í ungmennaráði sögðu frá:
Hvað er hægt að nýta frá ráðstefnunni á forvarnadeginum á vegum ungmennaráðs?
- Rætt um að mikið hafi verið að spyrja þau um hvað þeim finnst. Stærsti punkturinn að 718 ungmenni séu að bíða eftir úrræðum.
- Einnig töluðu þau um að fyrirlestur Steinunnar hafi verið mjög góður. Fengu mikið út úr fyrirlestrinum.
- Rætt um ályktunina sem gefin var út frá ráðstefnunni. Rebekka hvatti fundarmenn til að deila henni.
- Umræður um hvort að hægt væri að fá Steinunni til að vera með fyrirlestur. Jákvæð viðbrögð við því.
- Málstofur hvað væri mögulegt að gera
- Umræður um einn punkt sem tekinn var fyrir á málþinginu. Hvort þurfi sálfræðiþjónustu í framhaldsskóla. Umræður um hvað í boði er á Austurlandi og hvers vegna lítið sé um þjónustu á þessu sviði almennt eða í skólum. Gagnrýni á skort á þjónustu.
- Er almenn vitneskja um að ástandið sé eins slæmt og það er? Fundarmenn töldu að vekja þyrfti athygli á málefninu.
- Alvarlegum málum ekki fylgt eftir og ekki gert neitt í því. Sérstaklega verið að tala um sjálfsvíg.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Forvarnadagurinn 2016

Málsnúmer 201603082Vakta málsnúmer

Hvað er hægt að gera á forvarnadeginum 6. maí?

- Umræður um hvað eigi að fjalla um á forvarnadeginum. Geðheilbrigði, Sjálfsvíg. Þarf að fara varlega að málunum.
- Þarf að ákveða hvað verði nákvæmlega tekið fyrir. Umræður um grasfræðslu hvort það geti verið. Sammála um að það þyrfti ekki að vera en mætti vera.
- Tillaga lögð fram hvort að hægt væri að hafa aðalkvöldið á fimmtudeginum, heppnaðist vel í fyrra.
- Þarf að involvera menntaskólann meira inn í daginn. Meira fyrir grunnskólann en má ekki vera þannig, verður að fá menntaskólann meira inn.

Hvað mynduð þið vilja sjá:
- Tillaga um hvort hægt væri að fá krakka til að tala af reynslu ? jafningjafræðsla. Hjálpar mikið, tengingar.
- Bæði fyrirlestur frá fagaðila og frá jafnaldra/jafningjafræðslu

- Tillaga um að gerð verði forvarnarvika. Hægt að gera áhugavert og skemmtilegt þó að undirtónninn sé alvarlegur. Hægt að koma alvarlegum málefnum frá sér á léttan hátt.
- 5. Maí er frídagur (fimmtudagurinn) ? umræður um hvort að hann henti. En ýmislegt hægt að gera til að hvetja menntskælinga til þátttöku. Til dæmis hægt að hafa eitthvað um að vera á miðvikudagskvöldinu.
- Mögulegt að fáir myndu mæta á fyrirlestur á föstudeginum ? Dimmisjón á föstudeginum og ball um kvöldið.
- Passa að það verði ekki bara grunnskólinn með þennan dag.
- Vilja að skólarnir taki meiri þátt í fjármögnun fyrir daginn.
- Passa þarf upp á að fjármagn ungmennaráðs skiptist jafnt til menntskælinga og þeirra i grunnskólanum.
- Tillaga um að gert verði myndband.
- Tillaga um að hafður verði vinnudagur fyrir forvarnadaginn. Tekið mjög vel í það og samþykkt einróma ? dagsetning ákveðin síðar en lagt til að farið verði í skipulagningu sem fyrst svo að nægur tími verði til undirbúnings.

3.Ráðstefnan Skipta raddir ungs fólks máli

Málsnúmer 201603083Vakta málsnúmer

Farið yfir punkta frá síðasta fundi með bæjarstjórn.
- Hver er sinnar gæfusmiður - sjóður. Fylgja því eftir.
- Spurðu um nýbúa af erlendu bergi. Var ekki mikil vitneskja inn á bæjarstjórnarfundi. Túlkar í skólana.
- Umræður um: Fá filter - fólk þarf að vita hvar Egilsstaðir eru.
- Tillaga um að bæjarstjórn væri með Snapchat.

4.Tillögur til bæjarstjórnar

Málsnúmer 201603084Vakta málsnúmer

Lagt til að kosið verður ritari sem sér um fundargerðir.

Umræður um að eyða enn meiri tíma saman (ungmennaráðið) til þess að ná að fylgja málefnum sínum og umræðum betur eftir, t.d við undirbúning á forvarnardeginum, tillögum um myndband og annað.

Fundi slitið - kl. 18:30.