Ungt fólk og lýðræði

Málsnúmer 201603081

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 49. fundur - 23.03.2016

Fyrir liggur dagskrá ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði sem haldin er á vegum UMFÍ á Selfossi í mars.

Aron og Rebekka fulltrúar í ungmennaráði sögðu frá:
Hvað er hægt að nýta frá ráðstefnunni á forvarnadeginum á vegum ungmennaráðs?
- Rætt um að mikið hafi verið að spyrja þau um hvað þeim finnst. Stærsti punkturinn að 718 ungmenni séu að bíða eftir úrræðum.
- Einnig töluðu þau um að fyrirlestur Steinunnar hafi verið mjög góður. Fengu mikið út úr fyrirlestrinum.
- Rætt um ályktunina sem gefin var út frá ráðstefnunni. Rebekka hvatti fundarmenn til að deila henni.
- Umræður um hvort að hægt væri að fá Steinunni til að vera með fyrirlestur. Jákvæð viðbrögð við því.
- Málstofur hvað væri mögulegt að gera
- Umræður um einn punkt sem tekinn var fyrir á málþinginu. Hvort þurfi sálfræðiþjónustu í framhaldsskóla. Umræður um hvað í boði er á Austurlandi og hvers vegna lítið sé um þjónustu á þessu sviði almennt eða í skólum. Gagnrýni á skort á þjónustu.
- Er almenn vitneskja um að ástandið sé eins slæmt og það er? Fundarmenn töldu að vekja þyrfti athygli á málefninu.
- Alvarlegum málum ekki fylgt eftir og ekki gert neitt í því. Sérstaklega verið að tala um sjálfsvíg.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.