Íþrótta- og tómstundanefnd

18. fundur 24. febrúar 2016 kl. 17:00 - 20:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson varaformaður
  • Rita Hvönn Traustadóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Frítíminn er okkar fag - Stefnumótun í æskulýðsmálum 2014-2018

Málsnúmer 201509121

Fyrir liggur bréf dagsett 3. desember 2015, undirritað af formönnum félaga sem starfa að æskulýðs- og tómstundamálum þar sem hvatt er til þess að sveitarfélög nýti sér niðurstöður ráðstefnunnar Frítíminn er okkar fag til stefnumótunar í æskulýðsmálum. En starfsfólk sveitarfélagsins sat þá ráðstefnu s.l. haust.

Tómstunda- og forvarnafulltrúi mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir helstu niðurstöður ráðstefnunnar og nokkur verkefni sem hún hefur verið að vinna að. Í framhaldinu var rætt hvort móta beri æskulýðsstefnu fyrir sveitarfélagið þar sem m.a. forvarnamál væri einn þáttur hennar.
Lagt er til að myndaður verði starfshópur um stefnu sveitarfélagsins í þessum málefnum og skipi hann einn fulltrúi úr hverju framboði. Starfsmaður hópsins verði tómstunda- og forvarnafulltrúi. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

2.Samningar við íþróttafélög

Málsnúmer 201511035

Fulltrúar Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs, þeir Stefán Sigurðsson og Kári Jósefsson, mættu á fundinn undir þessum lið og fóru yfir starfsemi og rekstur golfklúbbsins.

Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að fyrirliggjandi samningsdrög við Golfklúbb Fljótsdalshéraðs verði samþykkt. Framlag til rekstur klúbbsins komi af lið 0685, samkvæmt áætlun og kr. 500.000 af lið 0683.

Jafnframt leggur nefndin til að myndaður verði starfshópur fjögurra einstaklinga, tveggja frá Fljótsdalshéraði og tveggja frá Golfklúbbi Fljótsdalshéraðs, sem vinna skal drög að nýjum samningi og framtíðasýn um golfstarfsemi í sveitarfélaginu. Samningsdrög skulu liggja fyrir fyrir 15. september 2016 og tekin til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fundargerð forvinnuhóps vegna unglingalandsmóts 2017, dagsett 8. febrúar 2016

Málsnúmer 201602075

Fyrir liggur fundargerð vinnuhóps vegna unglingalandsmóts 2017, dagsett 8. febrúar 2016.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Fundargerð samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal frá 9. febrúar 2016

Málsnúmer 201602078

Fyrir liggur fundargerð samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal frá 9. febrúar 2016.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Hreyfiviðburður í sundlaugum

Málsnúmer 201602049

Fyrir liggur bréf, dagsett 3. febrúar 2016, frá heilsueflingarnefnd Alcoa Fjarðaáls þar sem óskað er eftir samstarfi um verkefni sem hefur það markmið að hvetja íbúa til að synda og styrkja um leið hjúkrunarheimilið Dyngju. Gert er ráð fyrir að sams konar verkefni fari fram í Fjarðabyggð og á Seyðisfirði. Alcoa leggur til ákveðna styrktarfjárhæð en sveitarfélagið býður frítt í sund ákveðinn dagpart í maí.

Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar erindinu og leggur til að frítt verði í sundlaugina á Egilsstöðum þennan tiltekna laugardag milli kl. 13 og 16.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Stofnun undirbúningsnefndar fyrir Unglingalandsmót 2017

Málsnúmer 201602069

Fyrir liggur bréf dagsett 21. janúar 2016, undirritað af Hildi Bergsdóttur framkvæmdastjóra UÍA, þar sem óskað er eftir formlegu samstarfi um undirbúning og framkvæmd Unglingalandsmóts 2017, meðal annars með stofnun unglingalandsmótsnefndar.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að gengið verði frá formlegum samningi um unglingalandsmótið. Jafnframt leggur nefndin til að bæjarstjóri sitji í unglingalandsmótsnefnd sem og tveir starfsmenn sveitarfélagsins sem bæjarstjóri tilnefnir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Útboð reksturs Héraðsþreks og gjaldskrá

Málsnúmer 201510014

Fyrir liggur tölvupóstur frá Fjólu Hrafnkelsdóttur, dagsettur 1. október 2015, með óskum um svör við spurningum um, annars vegar, hvort ekki sé tímabært að bjóða út rekstur Héraðsþreks og hins vegar, um aðskilnað gjaldskrár Héraðsþreks og sundlaugar. Einnig liggur fyrir tölvupóstur frá Fjólu Hrafnkelsdóttur, dagsettur 12. október 2015, þar sem spurt er út í afslætti starfsmanna sveitarfélagsins og fyrirtækja af kortum í Héraðsþrek, forsendur þeirra og samkeppnissjónarmið.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 28. október 2015 og 27. janúar 2016.

Varðandi útboð á rekstri Héraðsþreks þá ítrekar íþrótta og tómstundanefnd að engin ákvörðun hefur verið tekin um breytingu á núverandi rekstrarfyrirkomulagi Héraðsþreks, sbr. bókun nefndarinnar frá 28. október 2015.

Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að núverandi fyrirkomulagi á reglum um niðurgreiðslu vegna þátttöku starfsfólks sveitarfélagsins í líkamsrækt verði breytt. En þær hafa verið að mestu óbreyttar í um tíu ár. Breytingin felst í því að starfsfólk sveitarfélagsins fái hreyfi- og heilsueflingarstyrk að upphæð kr. 20.000 á ári sem hægt verði að nota við greiðslu á aðgangi að líkamsræktarstöðvum, sundlaugum, skíðasvæðum, til greiðslu á æfingagjöldum í íþróttasali og félagsgjöldum í golfklúbb sem og annarrar hreyfingar t.d. jóga. Styrkurinn fáist greiddur gegn framvísun greiðslukvittunar sem er a.m.k. jafnhá og styrkurinn. Fyrirkomulag þetta á, eins og áður, við um starfsfólk sveitarfélagsins sem er í meira en 25% starfi. Þetta fyrirkomulag taki gildi frá og með 1. janúar 2017.

Þá leggur nefndin til að líkamsræktarstöðvum í sveitarfélaginu (þ.m.t. Héraðsþreki) verði boðið að kaupa aðgang að sundlauginni á Egilsstöðum á sama verði sé hann hluti af aðgangi í líkamsræktarstöð.
Einnig að fyrirkomulag afláttarkorta til fyrirtækja vegna Héraðsþreks (og sunds) verði einfaldað og samræmt.

Nefndin leggur til að stakt gjald í Héraðsþrek verði óbreytt. Verð á kortum í Héraðsþrek verði einnig óbreytt.

Íþrótta og tómstundanefnd leggur eftirfarandi til vegna gjaldskrár sundlaugarinnar á Egilsstöðum:
Stakt sundgjald hækki úr kr. 600 í kr. 700 frá og með 1. maí 2016.
Stakt gjald fyrir börn á grunnskólaaldri verði óbreytt, kr. 270.
Frítt verði áfram í sund fyrir börn sem ekki eru byrjuð í grunnskóla.
Grunnskólabörn á Fljótsdalshéraði fá frítt í sund, eins og verið hefur.
67 ára og eldri og öryrkjar greiði kr. 300 fyrir stakt gjald.
67 ára og eldri og öryrkjar með lögheimili á Fljótsdalshéraði fái áfram frítt í sund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Dekkjakurl á knattspyrnuvöllum og sparkvöllum

Málsnúmer 201602118

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 18. febrúar 2016, frá stjórn yngri flokka knattspyrnudeildar Hattar þar sem lýst er áhyggjum yfir því að hugsanlegt sé að í dekkjakurli sem notað er á knattspyrnuvöllum og sparkvöllum í sveitarfélaginu séu krabbameinsvaldandi efni og/eða önnur heilsuspillandi eiturefni. Jafnframt kemur fram að nauðsynlegt sé talið að skipta út núverandi gúmmíkurli fyrir heppilegri efni.

Íþrótta og tómstundanefnd áréttar fyrri bókun frá 11. nóvember 2015 þar sem nefndin óskar eftir því við umhverfis- og framkvæmdanefnd að taka sparkvellina þrjá til skoðunar með tilliti til ástands á grasmottum þeirra og líftíma og gerð verði áætlun um skiptingu á fyllgingarefni í þeim og á Fellavelli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:00.