Íþrótta- og tómstundanefnd
1.Frítíminn er okkar fag - Stefnumótun í æskulýðsmálum 2014-2018
2.Samningar við íþróttafélög
3.Fundargerð forvinnuhóps vegna unglingalandsmóts 2017, dagsett 8. febrúar 2016
4.Fundargerð samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal frá 9. febrúar 2016
5.Hreyfiviðburður í sundlaugum
6.Stofnun undirbúningsnefndar fyrir Unglingalandsmót 2017
7.Útboð reksturs Héraðsþreks og gjaldskrá
8.Dekkjakurl á knattspyrnuvöllum og sparkvöllum
Fundi slitið - kl. 20:00.
Tómstunda- og forvarnafulltrúi mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir helstu niðurstöður ráðstefnunnar og nokkur verkefni sem hún hefur verið að vinna að. Í framhaldinu var rætt hvort móta beri æskulýðsstefnu fyrir sveitarfélagið þar sem m.a. forvarnamál væri einn þáttur hennar.
Lagt er til að myndaður verði starfshópur um stefnu sveitarfélagsins í þessum málefnum og skipi hann einn fulltrúi úr hverju framboði. Starfsmaður hópsins verði tómstunda- og forvarnafulltrúi. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu