Hreyfiviðburður í sundlaugum

Málsnúmer 201602049

Íþrótta- og tómstundanefnd - 18. fundur - 24.02.2016

Fyrir liggur bréf, dagsett 3. febrúar 2016, frá heilsueflingarnefnd Alcoa Fjarðaáls þar sem óskað er eftir samstarfi um verkefni sem hefur það markmið að hvetja íbúa til að synda og styrkja um leið hjúkrunarheimilið Dyngju. Gert er ráð fyrir að sams konar verkefni fari fram í Fjarðabyggð og á Seyðisfirði. Alcoa leggur til ákveðna styrktarfjárhæð en sveitarfélagið býður frítt í sund ákveðinn dagpart í maí.

Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar erindinu og leggur til að frítt verði í sundlaugina á Egilsstöðum þennan tiltekna laugardag milli kl. 13 og 16.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 233. fundur - 02.03.2016

Fyrir liggur bréf, dagsett 3. febrúar 2016, frá heilsueflingarnefnd Alcoa Fjarðaáls þar sem óskað er eftir samstarfi um verkefni sem hefur það markmið að hvetja íbúa til að synda og styrkja um leið hjúkrunarheimilið Dyngju. (laugardagspartý í maí) Gert er ráð fyrir að sams konar verkefni fari fram í Fjarðabyggð og á Seyðisfirði. Alcoa leggur til ákveðna styrktarfjárhæð en sveitarfélagið býður frítt í sund ákveðinn dagpart í maí.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og fagnar erindinu og samþykkir að frítt verði í sundlaugina á Egilsstöðum þennan tiltekna laugardagpart milli kl. 13 og 16.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.