Stofnun undirbúningsnefndar fyrir Unglingalandsmót 2017

Málsnúmer 201602069

Íþrótta- og tómstundanefnd - 18. fundur - 24.02.2016

Fyrir liggur bréf dagsett 21. janúar 2016, undirritað af Hildi Bergsdóttur framkvæmdastjóra UÍA, þar sem óskað er eftir formlegu samstarfi um undirbúning og framkvæmd Unglingalandsmóts 2017, meðal annars með stofnun unglingalandsmótsnefndar.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að gengið verði frá formlegum samningi um unglingalandsmótið. Jafnframt leggur nefndin til að bæjarstjóri sitji í unglingalandsmótsnefnd sem og tveir starfsmenn sveitarfélagsins sem bæjarstjóri tilnefnir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 233. fundur - 02.03.2016

Fyrir liggur bréf dagsett 21. janúar 2016, undirritað af Hildi Bergsdóttur framkvæmdastjóra UÍA, þar sem óskað er eftir formlegu samstarfi um undirbúning og framkvæmd Unglingalandsmóts 2017, meðal annars með stofnun unglingalandsmótsnefndar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að gengið verði frá formlegum samningi um unglingalandsmótið. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að bæjarstjóri sitji í unglingalandsmótsnefnd sem og tveir starfsmenn sveitarfélagsins, sem bæjarstjóri tilnefnir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.