Dekkjakurl á knattspyrnuvöllum og sparkvöllum

Málsnúmer 201602118

Íþrótta- og tómstundanefnd - 18. fundur - 24.02.2016

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 18. febrúar 2016, frá stjórn yngri flokka knattspyrnudeildar Hattar þar sem lýst er áhyggjum yfir því að hugsanlegt sé að í dekkjakurli sem notað er á knattspyrnuvöllum og sparkvöllum í sveitarfélaginu séu krabbameinsvaldandi efni og/eða önnur heilsuspillandi eiturefni. Jafnframt kemur fram að nauðsynlegt sé talið að skipta út núverandi gúmmíkurli fyrir heppilegri efni.

Íþrótta og tómstundanefnd áréttar fyrri bókun frá 11. nóvember 2015 þar sem nefndin óskar eftir því við umhverfis- og framkvæmdanefnd að taka sparkvellina þrjá til skoðunar með tilliti til ástands á grasmottum þeirra og líftíma og gerð verði áætlun um skiptingu á fyllgingarefni í þeim og á Fellavelli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 41. fundur - 24.02.2016

Lögð er fram bókun stjórnar yngri flokka knattspyrnudeildar Hattar dagsett 17. febrúar 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir á að endurnýjun á dekkjakurli í knattspyrnuvöllum og sparkvöllum er í athugun með tilliti til skaðsemi. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að málefni gervigrasvallanna verði tekið upp á vettvangi Sambands Íslenskra sveitarfélaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 233. fundur - 02.03.2016

Lögð er fram bókun stjórnar yngri flokka knattspyrnudeildar Hattar dagsett 17. febrúar 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn bendir á að endurnýjun á dekkjakurli í knattspyrnuvöllum og sparkvöllum er í athugun með tilliti til skaðsemi. Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar leggur bæjarstjórn til að málefni gervigrasvallanna verði tekið upp á vettvangi Sambands Íslenskra sveitarfélaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 233. fundur - 02.03.2016

Vísað er til bókunar í lið 3.13 í þessari fundargerð.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 333. fundur - 14.03.2016

Fjallað um umsögn Sambands Ísl. sveitarfélaga um málið og hvernig hægt sé að bregðast við þessum málum hjá Fljótsdalshéraði.

Bæjarráð stefnir á að halda fund með fulltrúum foreldrafélaga grunnskólanna, og fulltrúum íþróttafélaga, ásamt fagaðila, til að ræða stöðuna og mögulegar aðgerðir vegna spark- og íþróttavalla á Fljótdalshéraði. Einnig verði boðaðir fulltrúar úr íþrótta- og tómstundanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd. Bæjarstjóra falið að boða fundinn.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 234. fundur - 16.03.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir tillögu bæjarráðs um að stefna á að halda fund með fulltrúum foreldrafélaga grunnskólanna, og fulltrúum íþróttafélaga, ásamt fagaðila, til að ræða stöðuna og mögulegar aðgerðir vegna spark- og íþróttavalla á Fljótsdalshéraði. Einnig verði boðaðir fulltrúar úr íþrótta- og tómstundanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd. Bæjarstjóra falið að boða fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 43. fundur - 22.03.2016

Lagðar eru fram til kynningar umsagnir Sambands Íslenskra sveitarfélaga, Umhverfisstofnunar og aðrar umsagnir um tillögu til þingsályktunar um notkun gúmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum , 328. mál.

Lagat fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 59. fundur - 23.11.2016

Lagt er fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd erindið Dekkjakurl á knattspyrnuvöllum og sparkvöllum til umfjöllunar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 62. fundur - 25.01.2017

Til umfjöllunar er erindið Dekkjakurl á knattspyrnuvöllum og sparkvöllum.
Erindið var síðast á dagskrá Umhverfis- og framkvæmdanefndar þann 23.11.2016.

Hjálagt er úttekt Peter W. Jessen og minnispunktar.

Undir þessum lið sitja Hreinn Halldórsson og Kjartan Róbertsson.

Lagt fram til kynningar.