Á fundi ungmennaráðs 20. apríl 2016 var þess óskað að ráðið fengi að tilnefna fulltrúa í starfshóp um gerð æskulýðsstefnu fyrir sveitarfélagið. Á fundi bæjarstjórnar 1. júní 2016 var tekið undir tillögu íþrótta og tómstundanefndar um að ungmennaráðið tilnefni á næsta fundi sínum fulltrúa í starfshópinn.
Einn fulltrúi ungmennaráðs gaf kost á sér til starfa í starfshópnum, Rebekka Karlsdóttir og var það samþykkt samhljóða með handauppréttingu.