Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

52. fundur 13. október 2016 kl. 17:00 - 18:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi
Björn Ingimarsson bæjarstjóri sat fundinn í upphafi hans. Hann bauð fulltrúa í ráðinu velkomna til starfa og óskaðí þeim góðs gengis í störfum sínum.

1.Kynning á hlutverki ungmennaráðs

Málsnúmer 201610001Vakta málsnúmer

Óðinn Gunnar fór yfir hlutverk ráðsins og svaraði spurningum um það.

Ungmennaráð leggur til að fastur fundartími ráðsins verði kl. 16.30 fyrsta fimmtudag í mánuði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Kosning formanns og varaformanns ungmennaráðs 2016-2017

Málsnúmer 201610002Vakta málsnúmer

Gengið var til kosningar formanns og gaf Rebekka Karlsdóttir kost á sér til starfsisns.

Samþykkt smhljóða með handauppréttingu.

Í embætti varaformanns gaf Aron Steinn Halldórsson kost á sér.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Ungmennaþing 2016

Málsnúmer 201511089Vakta málsnúmer

Fyrir liggja samanteknar niðurstöður ungmennaþingsins sem fram fór vorið 2016.

Lagt fram til kynningar.

4.Frítíminn er okkar fag - Stefnumótun í æskulýðsmálum 2014-2018

Málsnúmer 201509121Vakta málsnúmer

Á fundi ungmennaráðs 20. apríl 2016 var þess óskað að ráðið fengi að tilnefna fulltrúa í starfshóp um gerð æskulýðsstefnu fyrir sveitarfélagið.
Á fundi bæjarstjórnar 1. júní 2016 var tekið undir tillögu íþrótta og tómstundanefndar um að ungmennaráðið tilnefni á næsta fundi sínum fulltrúa í starfshópinn.

Einn fulltrúi ungmennaráðs gaf kost á sér til starfa í starfshópnum, Rebekka Karlsdóttir og var það samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Mætt voru:
Hólmar Logi Ragnarsson, Arna Skaftadóttir, Ríkey Dröfn Ágústsdóttir, Kristbjörg Mekkín Helgadóttir, Guðbjörg Agnarsdóttir, Aron Steinn Haldórsson, Elísabet Ósk Einarsdóttir, Karen Ósk Björnsdóttir, Atli Berg Kárason, Rebekka Karlsdóttir, Vernharður Ingi Snæþórsson.

Fundi slitið - kl. 18:45.