Fornvarnadagur 2016

Málsnúmer 201511089

Íþrótta- og tómstundanefnd - 23. fundur - 24.08.2016

Fyrir liggja gögn og niðurstöður Forvarnadagsins sem haldinn var á vegum ungmennaráðs í maí síðast liðinn.

Íþrótta og tómstundanefnd lýsir yfir ánægju með forvarnadaginn og þá vinnu sem fram fór á honum. Þá hvetur nefndin tómstunda- og forvarnafulltrúa og forstöðumann félagsmiðstöðvar til að vinna áfram með niðurstöðurnar og nýta þær til frekara tómstunda- og forvarnastarfs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 242. fundur - 07.09.2016

Fyrir liggja gögn og niðurstöður Forvarnadagsins sem haldinn var á vegum ungmennaráðs í maí síðast liðinn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og lýsir yfir ánægju með forvarnadaginn og þá vinnu sem fram fór á honum. Þá hvetur bæjarstjórn tómstunda- og forvarnafulltrúa og forstöðumann félagsmiðstöðvar til að vinna áfram með niðurstöðurnar og nýta þær til frekara tómstunda- og forvarnastarfs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 52. fundur - 13.10.2016

Fyrir liggja samanteknar niðurstöður ungmennaþingsins sem fram fór vorið 2016.

Lagt fram til kynningar.