23. fundur
24. ágúst 2016 kl. 17:00 - 19:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
Adda Birna Hjálmarsdóttirformaður
Jóhann Gísli Jóhannssonaðalmaður
Lilja Sigurðardóttirvaramaður
Óðinn Gunnar Óðinssonstarfsmaður
Fundargerð ritaði:Óðinn Gunnar Óðinssonatvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi
Þar sem hvorki aðal- né varamaður B-lista gat mætt á fundinn sat hann varamaður annars lista sbr. 40. gr. Samþykkta um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs.
Fyrir liggja drög að reglum um hreyfi- og heilsueflingarstyrk fyrir starfsfólk Fljótsdalshéraðs. Málið hefur áður verið á dagskrá sbr. málsnúmer 201510014 og 201605138.
Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um hreyfi- og heilsueflingarstyrk að öðru leyti en efnisgrein fjögur er varðar kjörna fulltrúa, sem lagt er til að falli út.
Fyrir liggja gögn og niðurstöður Forvarnadagsins sem haldinn var á vegum ungmennaráðs í maí síðast liðinn.
Íþrótta og tómstundanefnd lýsir yfir ánægju með forvarnadaginn og þá vinnu sem fram fór á honum. Þá hvetur nefndin tómstunda- og forvarnafulltrúa og forstöðumann félagsmiðstöðvar til að vinna áfram með niðurstöðurnar og nýta þær til frekara tómstunda- og forvarnastarfs.