Íþrótta- og tómstundanefnd

23. fundur 24. ágúst 2016 kl. 17:00 - 19:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
  • Lilja Sigurðardóttir varamaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi
Þar sem hvorki aðal- né varamaður B-lista gat mætt á fundinn sat hann varamaður annars lista sbr. 40. gr. Samþykkta um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs.

1.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089

Fyrir liggja áætlanir forstöðumanna vegna ársins 2017 og drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar. Jafnframt tillögur um viðhaldsverkefni og framkvæmdir.

Starfsmanni falið að vinna í áætluninni í samræmi við niðurstöður á fundinum og leggja fyrir næsta fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Reglur um hreyfi- og heilsueflingarstyrk fyrir starfsfólk Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201608074

Fyrir liggja drög að reglum um hreyfi- og heilsueflingarstyrk fyrir starfsfólk Fljótsdalshéraðs. Málið hefur áður verið á dagskrá sbr. málsnúmer 201510014 og 201605138.

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um hreyfi- og heilsueflingarstyrk að öðru leyti en efnisgrein fjögur er varðar kjörna fulltrúa, sem lagt er til að falli út.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Styrkbeiðni frá Körfuknattleiksdeild Hattar

Málsnúmer 201608002

Fyrir liggur beiðni um styrk, dagsett 30. júlí 2016, frá Körfuknattleiksdeild Hattar.

Málinu frestað til næsta fundar.

4.Fornvarnadagur 2016

Málsnúmer 201511089

Fyrir liggja gögn og niðurstöður Forvarnadagsins sem haldinn var á vegum ungmennaráðs í maí síðast liðinn.

Íþrótta og tómstundanefnd lýsir yfir ánægju með forvarnadaginn og þá vinnu sem fram fór á honum. Þá hvetur nefndin tómstunda- og forvarnafulltrúa og forstöðumann félagsmiðstöðvar til að vinna áfram með niðurstöðurnar og nýta þær til frekara tómstunda- og forvarnastarfs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:30.