Bæjarstjórnarbekkurinn 10.12. 2015 - Sameining félagsmiðstöðva

Málsnúmer 201512092

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd - 17. fundur - 27.01.2016

Fyrir liggur erindi frá Bæjarstjórnarbekknum í Barra 10. desember 2015 þar sem fram kemur óánægja með sameiningu félagsmiðstöðvanna Afreks og Nýungar og að ekki hafi verið haft samráð við unglinga um málið.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar ábendinguna en telur að samráð hafi verið haft við unglinga í sveitarfélaginu þar sem upphaflega kom tillaga frá ungmennaráði um sameiningu félagsmiðstöðvanna, gerð var skoðanakönnun meðal unglinga sveitarfélagsins um sameiningu og haldinn var opinn fundur um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 231. fundur - 03.02.2016

Fyrir liggur erindi frá Bæjarstjórnarbekknum í Barra 10. desember 2015 þar sem fram kemur óánægja með sameiningu félagsmiðstöðvanna Afreks og Nýungar og að ekki hafi verið haft samráð við unglinga um málið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og þakkar ábendinguna en telur að gott samráð hafi verið haft við unglinga í sveitarfélaginu, þar sem upphaflega kom tillaga frá ungmennaráði um sameiningu félagsmiðstöðvanna. Einnig var gerð skoðanakönnun meðal unglinga sveitarfélagsins um sameiningu og haldinn var opinn fundur um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.