Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

332. fundur 07. mars 2016 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Framkvæmdastjóri Austurbrúar kom til fundar með bæjarráði kl. 11:00. Guðmundur Kröyer sat fundinn undir þessum lið í stað Önnu Alexandersdóttur.

1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur mál tengd rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.

Kynnt tillaga að uppgjöri á eldri kröfu og bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að ganga frá greiðslu í samræmi við framlögð gögn.

Rætt um innanlandsflug, verð og ferðatíðni. Skrifstofustjóra falið að skoða frekar afslátt af flugi sem bókuð eru með flugkortum sveitarfélagsins.

Kynnt drög að starfsáætlun bæjarráðs. Bæjarráð mælist til þess að á næstu fundum bæjarstjórnar kynni nefndir starfsáætlanir sínar fyrir bæjarstjórn. Bæjarstjóra falið að skipuleggja þær kynningar.

2.Fundargerð 202.fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201602156

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Fundargerð 835. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201603031

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Fundargerð 836. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201603022

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127

Lögð fram fundargerð sveitarstjóra á Austurlandi, dags. 24. febrúar 2016.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri greindi frá stöðu mála varðandi verkefnið og viðræðum sínum við ýmsa aðila sem vinna að þessum málum. Bæjarstjóra falið að vinna áfram á framgangi málsins.

6.Þjónustu- og samstarfssamningur við Austurbrú

Málsnúmer 201602142

Lagður fram þjónustusamningur milli Austurbrúar og Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2016.

Bæjarráð veitir bæjarstjóra umboð til að undirrita samninginn fh. Fljótsdalshéraðs.

7.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2016

Málsnúmer 201603013

Lögð fram fundarboð á 29. landsþing Samband íslenskra sveitarfélaga, sem haldið verður 8. apríl 2016.

Eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar voru eftirtaldir fulltrúar kosnir til setu á landsþingi Sambands ísl. sveitarfélagar sem aðal- og varamenn f.h. Fljótsdalshéraðs.

Aðalfulltrúar:
Anna Alexandersdóttir
Gunnar Jónsson
Stefán Bogi Sveinsson

Varafulltrúar:
Guðmundur S. Kröyer
Sigrún Blöndal
Páll Sigvaldason

Bæjarráð staðfestir umboð framangreindra fulltrúa.

8.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2016

Málsnúmer 201602141

Auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga og rennur framboðsfrestur út þann 7. mars kl. 12:00.
Aðalfundur Lánasjóðsins hefur verið boðaður á Grand Hóteli Reykjavík 8. apríl kl. 15:30.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs til að sitja fundinn.

9.Aðalfundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf. 2016

Málsnúmer 201602152

Á aðalfundi Hitaveitu Egilsstaða og Fella ber að kjósa í stjórn félagsins.
Bæjarráð samþykkir að tilnefna sömu aðal og varamenn í stjórn HEF og nú sitja í stjórninni, en þeir eru:

Aðalmenn
-Gunnar Jónsson
-Skúli Björnsson
-Guðbjörg Björnsdóttir
-Karl Lauritzson
-Gunnhildur Ingvarsdóttir

Varamenn
-Sigvaldi H. Ragnarsson
-Ruth Magnúsdóttir
-Sigríður Sigmundsdóttir
-Guðmundur S. Kröyer
-Þorvaldur P. Hjarðar

10.Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn)

Málsnúmer 201602137

Bæjarráð gefur ekki umsögn um frumvarpið.

11.Tillaga til þingsályktunar um hæfisskilyrði leiðsögumanna

Málsnúmer 201603014

Bæjarráð lítur tillöguna nokkuð jákvæðum augum, en bendir á að til þess að kerfi sem þetta geti skilað árangri, þurfi að horfa til þess að bæta verulega í hvað varðar landvörslu og eftirlit á umræddum svæðum.

12.Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili

Málsnúmer 201603020

Lagt fram til kynningar.

13.Útboð reksturs Héraðsþreks og gjaldskrá

Málsnúmer 201510014

Málinu var vísað til bæjarráðs á síðasta fundi bæjarstjórnar.

Bæjarráð frestar afgreiðslu um málið til næsta fundar, en vísar þeim hluta sem við kemur starfsmönnum til starfshóp um starfsmannastefnu með ósk um að tillögur hópsins berist fyrir júní nk.

14.Sóknaráætlun Austurlands 2015-2019

Málsnúmer 201506023

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 3. mars 2016 þar sem tilkynnt er um opinn íbúafund þriðjudaginn 15 mars. um endurskoðun sóknaráætlunar Austurlands.

Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa og íbúa sveitarfélagsins til að mæta á fundinn.

15.Betra Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201410120

Farið yfir nýtingu á vefnum síðasta árið og reynsluna af þessu fyrirkomulagi.

Bæjarráð samþykkir að breyta reglum um Betra Fljótsdalshéraðs á þann veg að við bætist eftirfarandi setning:
Til að hugmynd verði tekin fyrir innan stjórnsýslunnar, þarf hún þó að hafa að lágmarki 10 fylgjendur.

Fundi slitið - kl. 11:00.