Tillaga til þingsályktunar um hæfisskilyrði leiðsögumanna

Málsnúmer 201603014

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 332. fundur - 07.03.2016

Bæjarráð lítur tillöguna nokkuð jákvæðum augum, en bendir á að til þess að kerfi sem þetta geti skilað árangri, þurfi að horfa til þess að bæta verulega í hvað varðar landvörslu og eftirlit á umræddum svæðum.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 234. fundur - 16.03.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn lítur tillöguna nokkuð jákvæðum augum, en bendir á að til þess að kerfi sem þetta geti skilað árangri, þurfi að horfa til þess að bæta verulega í hvað varðar landvörslu og eftirlit á umræddum svæðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.