Aðalfundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf. 2016

Málsnúmer 201602152

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 233. fundur - 02.03.2016

Lagt fram fundarboð Aðalfundar HEF, sem haldinn verður á Hótel Héraði fimmtudaginn 10. mars 2016 kl. 17:00.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að aðalmenn í bæjarstjórn, eða varamenn í forföllum þeirra, fari með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundinum, í hlutfalli við mætingu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 332. fundur - 07.03.2016

Á aðalfundi Hitaveitu Egilsstaða og Fella ber að kjósa í stjórn félagsins.
Bæjarráð samþykkir að tilnefna sömu aðal og varamenn í stjórn HEF og nú sitja í stjórninni, en þeir eru:

Aðalmenn
-Gunnar Jónsson
-Skúli Björnsson
-Guðbjörg Björnsdóttir
-Karl Lauritzson
-Gunnhildur Ingvarsdóttir

Varamenn
-Sigvaldi H. Ragnarsson
-Ruth Magnúsdóttir
-Sigríður Sigmundsdóttir
-Guðmundur S. Kröyer
-Þorvaldur P. Hjarðar

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 335. fundur - 04.04.2016

Fundargerð aðalfundar HEF lögð fram til kynningar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 06.04.2016

Fundargerð aðalfundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf. 2016 lögð fram til kynningar.