Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

335. fundur 04. apríl 2016 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Þórður Mar Þorsteinsson 1. varamaður
  • Ester Kjartansdóttir 2. varamaður
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer 1. varamaður
  • Guðbjörg Björnsdóttir 2. varamaður
  • Gunnhildur Ingvarsdóttir 1. varamaður
  • Páll Sigvaldason 2. varamaður
  • Árni Kristinsson 1. varamaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir 2. varamaður
  • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Sveinbjörg S. Sveinbjörnsdóttir skjalastjóri
  • Andri Þór Ómarsson starfsmaður
  • Friðrik Einarsson
  • Magnús Jónsson
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmis fjármálatengd mál.

Varðandi framlagningu ársreiknings Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2015, verður boðað til bæjarráðsfundar nk. miðvikudag kl. 13:00, þar sem endurskoðendur kynna bæjarfulltrúum helstu niðurstöður. Ársreikningurinn verður svo tekinn til fyrri umræðu í bæjastjórn á fundi hennar kl. 17.00 sama dag. Jafnframt verður reikningurinn birtur í Kauphöllinni, eins og reglur mæla fyrir um.

2.Aðalfundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf. 2016

Málsnúmer 201602152

Fundargerð aðalfundar HEF lögð fram til kynningar.

3.Fundargerð 203.fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201603125

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Fundargerð 204.fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201603152

Með vísan til liðar 2 d í fundargerð HEF, lýsir bæjarráð yfir eindregnum áhuga á því að koma á tengingu hitaveitu og neysluvatns til Seyðisfjarðar, um væntanleg Fjarðarheiðargöng. Bæjarstjóra falið að undirbúa málið nánar í samstarfi við Seyðisfjarðarkaupstað og Hitaveitu Egilsstaða og Fella.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

5.Fundargerðir stjórnar SSA.

Málsnúmer 201507008

Fundargerð frá 15. mars 2016 lögð fram til kynningar.

6.Fundargerð 837. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201603138

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir Ársala bs. 2016

Málsnúmer 201602116

Fundargerðir frá 23. mars og fundargerð aðalfundar frá 29. mars 2016 ásamt ársreikningi 2015 lagðar fram til kynningar.

Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Félagið sem nú ber nafnið Ársalir hefur gengið í gegnum töluverðar breytingar á liðnum árum. Fyrir hönd B-lista er lögð áhersla á nauðsyn þess að í kjölfar þeirra breytinga verði rekstri félagsins komið í fastar skorður sem allra fyrst, og þá þannig að nauðsynlegri vinnu við það verði lokið áður en tímabundin framlenging á ráðningarsamningi framkvæmdastjóra rennur sitt skeið á enda.

8.Þjónusta Vegagerðarinnar

Málsnúmer 201603151

Lagður fram tölvupóstur frá Þráni Lárussyni, dags. 29. mars. 2016 varðandi þjónustu Vegagerðarinnar.

Bæjarstjóra falið að koma á framfæri umræddum athugasemdum og afla upplýsinga um vetrarþjónustu Vegagerðarinnar, í ljósi aðstæðna nýliðinna páska. Einnig verði óskað eftir svörum við tilteknum spurningum sem komu fram á fundinum.

9.Málstofa í Háskólanum á Akureyri um samvinnu sveitarfélaga

Málsnúmer 201603153

Lagður fram tölvupóstur frá Háskólanum á Akureyri þar sem boðað er til málstofu um samvinnu sveitarfélaga föstudaginn 29. apríl n.k.

Bæjarstjóra falið að kanna áhuga kjörinna fulltrúa Fljótsdalshéraðs á þátttöku í málstofunni.

10.Hólshjáleiga.

Málsnúmer 201604003

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti viðbrögð við auglýsingu sveitarfélagsins, þar sem gamla íbúðarhúsið í Hólshjáleigu var auglýst til sölu. Frestur til að skila tilboðum rann út 29. mars.

Tvö tilboð bárust í íbúðarhúsið, ásamt fyrirspurnum frá fleiri aðilum.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við hæstbjóðanda, Kristínu A. Atladóttur, á grundvelli tilboðs hennar í íbúðarhúsið.

Fundi slitið - kl. 11:00.