Þjónusta Vegagerðarinnar

Málsnúmer 201603151

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 335. fundur - 04.04.2016

Lagður fram tölvupóstur frá Þráni Lárussyni, dags. 29. mars. 2016 varðandi þjónustu Vegagerðarinnar.

Bæjarstjóra falið að koma á framfæri umræddum athugasemdum og afla upplýsinga um vetrarþjónustu Vegagerðarinnar, í ljósi aðstæðna nýliðinna páska. Einnig verði óskað eftir svörum við tilteknum spurningum sem komu fram á fundinum.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 06.04.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Í framhaldi af innsendum athugasemdum frá íbúum, samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að koma á framfæri umræddum athugasemdum og afla upplýsinga um vetrarþjónustu Vegagerðarinnar í ljósi aðstæðna nýliðinna páska. Einnig verði óskað eftir svörum við tileknum spurningum sem komu fram á fundi bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.