Fundargerð 204.fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201603152

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 335. fundur - 04.04.2016

Með vísan til liðar 2 d í fundargerð HEF, lýsir bæjarráð yfir eindregnum áhuga á því að koma á tengingu hitaveitu og neysluvatns til Seyðisfjarðar, um væntanleg Fjarðarheiðargöng. Bæjarstjóra falið að undirbúa málið nánar í samstarfi við Seyðisfjarðarkaupstað og Hitaveitu Egilsstaða og Fella.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 06.04.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs og með vísan til liðar 2 d í fundargerð HEF, lýsir bæjarstjórn yfir áhuga á því að koma á tengingu hitaveitu og neysluvatns til Seyðisfjarðar, um væntanleg Fjarðarheiðargöng. Bæjarstjóra falið að undirbúa málið nánar í samstarfi við Seyðisfjarðarkaupstað og Hitaveitu Egilsstaða og Fella.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.