Í upphafi fundar var formlega opnaður vefurinn Betra Fljótsdalshérað. Það er samráðsvettvangur á netinu, þar sem íbúum sveitarfélagsins gefst tækifæri til að setja fram hugmyndir um málefni er varða þjónustu og rekstur þess. Vettvangurinn er opinn öllum til skoðunar og til þátttöku gegn skráningu og samþykki notendaskilmála. Ákveðnar reglur gilda um þátttöku í umfjöllun á Betra Fljótsdalshérað og er þær að finna á þeim vef. Á heimasíðu Fljótsdalshéraðs er hnappur sem opnar leið inn á vefinn, en hann er rekinn af sjálfseignarstofnuninni Íbúar Samráðslýðræði, í samstarfi við sveitarfélagið. Það er von bæjarstjórnar að Betra Fljótsdalshérað auki enn frekar á aðkomu íbúa að ákvarðanatöku um rekstur, þróun og þjónustu sveitarfélagsins. Jafnframt hvetur bæjarstjórn íbúana til að nýta sér vefinn og fara þar að settum reglum í skrifum og tillögugerð.
Farið yfir nýtingu á vefnum síðasta árið og reynsluna af þessu fyrirkomulagi.
Bæjarráð samþykkir að breyta reglum um Betra Fljótsdalshéraðs á þann veg að við bætist eftirfarandi setning: Til að hugmynd verði tekin fyrir innan stjórnsýslunnar, þarf hún þó að hafa að lágmarki 10 fylgjendur.
Farið yfir nýtingu á vefnum síðasta árið og reynsluna af þessu fyrirkomulagi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að breyta reglum um Betra Fljótsdalshéraðs á þann veg að við bætist eftirfarandi setning: Til að hugmynd verði tekin fyrir innan stjórnsýslunnar, þarf hún þó að hafa að lágmarki 10 fylgjendur.
Það er samráðsvettvangur á netinu, þar sem íbúum sveitarfélagsins gefst tækifæri til að setja fram hugmyndir um málefni er varða þjónustu og rekstur þess. Vettvangurinn er opinn öllum til skoðunar og til þátttöku gegn skráningu og samþykki notendaskilmála.
Ákveðnar reglur gilda um þátttöku í umfjöllun á Betra Fljótsdalshérað og er þær að finna á þeim vef.
Á heimasíðu Fljótsdalshéraðs er hnappur sem opnar leið inn á vefinn, en hann er rekinn af sjálfseignarstofnuninni Íbúar Samráðslýðræði, í samstarfi við sveitarfélagið.
Það er von bæjarstjórnar að Betra Fljótsdalshérað auki enn frekar á aðkomu íbúa að ákvarðanatöku um rekstur, þróun og þjónustu sveitarfélagsins. Jafnframt hvetur bæjarstjórn íbúana til að nýta sér vefinn og fara þar að settum reglum í skrifum og tillögugerð.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.