Sóknaráætlun Austurlands 2015-2019

Málsnúmer 201506023

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 298. fundur - 08.06.2015

Lagður fram tölvupóstur frá Austurbrú, dags. 1. júní 2015, með beiðni um umsögn við sóknaráætlun Austurlands 2015-2019.
Bæjarráð mun ekki taka saman sérstakar athugasemdir við sóknaráætlunina, en hvetur íbúa sveitarfélagsins til að kynna sér drögin og gera þá athugasemdir ef ástæða þykir til. Drögin er að finna á heimasíðu Austurbrúar,(austurbru.is)

Atvinnu- og menningarnefnd - 21. fundur - 08.06.2015

Fyrir liggja drög að Sóknaráætlun Austurlands 2015-2019, frá Austurbrú, þar sem óskað er eftir umsögn eða athugasemdum um drögin fyrir 15. júní n.k.

Atvinnu- og menningarnefnd fór yfir drög að áætluninni. Í drögunum koma fram margar góðar hugmyndir t.d. að samstarfi og eflingu innviða svæðisins. Nefndin saknar þó þessi að hvergi skuli minnst á menningarminjar, hvorki skráningu, rannsóknir né upphbyggingu á þeim. Þá er hvatt til þess að sumar tillagnanna séu útfærðar betur. Nefndin hvetur íbúa sveitarfélagsins til að kynna sér drögin og koma ábendingum um þær til réttra aðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 219. fundur - 16.06.2015

Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd, að í drögunum komi fram margar góðar hugmyndir t.d. að samstarfi og eflingu innviða svæðisins. Tekið er undir athugasemdir nefndarinnar sem saknar þess að hvergi skuli minnst á menningarminjar, hvorki skráningu, rannsóknir né uppbyggingu á þeim. Þá er hvatt til þess að sumar tillagnanna séu útfærðar betur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 332. fundur - 07.03.2016

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 3. mars 2016 þar sem tilkynnt er um opinn íbúafund þriðjudaginn 15 mars. um endurskoðun sóknaráætlunar Austurlands.

Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa og íbúa sveitarfélagsins til að mæta á fundinn.