Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

219. fundur 16. júní 2015 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Blöndal forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Ester Kjartansdóttir varamaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Björn Ingimarsson bæjarstjóri

1.

Málsnúmer

1.1.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2014

Málsnúmer 201401135

Lögð eru fram drög að verklýsingu fyrir endurskoðun á Miðbæjarskipulagi á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlögð drög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.2.Beiðni um breytingu á nafni jarðar

Málsnúmer 201401249

Erindi dagsett 18.05.2015 þar sem vísað er til neðangreinds erindis frá Davíð Þór Sigurðarsyni f.h. Dos Samsteypunnar ehf. kt.541113-1180. Þar óskar hann eftir að breyta nafninu Hleinargarður 2, Fljótsdalshéraði í Kjarvalsstaði. Málið var áður á dagskrá 27.05.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þeir staðir á landinu sem tengdir eru nafni Kjarvals hafa beina skírskotun til listamannsins.
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og telur að umrætt landsvæði hafi ekki þessa tengingu. Því hafnar bæjarstjórn nafninu Kjarvalsstaðir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.3.Umsókn um stofnun fasteignar í fasteignaskrá

Málsnúmer 201506021

Erindi innfært 01.06. 2015 þar sem Fjármála- og efnahagsráðuneytið sækir um stofnun lóðar í Vatnsskarði skv. 14. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna. fyrir liggur lóðarblað dagsett 06. 05. 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að stofna lóðina í Þjóðskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.4.Unalækur D7, umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 201506045

Erindi dagsett 02. 06. 2015 þar sem Sólmundur Oddsson f.h. landeigenda Unalækjar sækir um bráðabirgðaleyfi fyrir hjólhýsi á lóðinni Unalækur D7 Unalæk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að veita stöðuleyfi fyrir hjólhýsið til eins árs.
Bréfritara er bent á að á lóðinni eru mannvirki sem þarf að sækja um byggingarleyfi fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.5.Votihvammur leiksvæði

Málsnúmer 201506051

Til umræðu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd var leiksvæði í Votahvammi, vegna fyrirspurnar frá íbúum þar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að vísa málinu til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.6.Mat á umhverfisáhrifum/breytingar á lögum

Málsnúmer 201506017

Lagt fram til kynningar.

1.7.Snæfellsskáli deiliskipulag

Málsnúmer 201505173

Lögð er fram skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags við Snæfell. Deiliskipulagssvæðið er vestan undir Snæfelli miðju og meginmarkmið með skipulaginu er að bæta aðstöðu landvarða og ferðamanna á svæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða lýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagna Skipulagsstofnunar og umsagnaraðila og kynna fyrir almenningi samkvæmt 40. gr.skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.8.Gjaldskrárbreytingar

Málsnúmer 201403112

Í vinnslu.

1.9.Beiðni um frisbígolfvöll í Tjarnargarðinn

Málsnúmer 201504030

Fyrir liggur tillaga að skipulagi sex körfu frisbívallar í Tjarnargarðinum, unnin af Sigurjóni Magnússyni. Tillagan kom fram á vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu meirihluta umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 var á móti (E.K)

Esther Kjartansdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
Tjarnargarðurinn ætti að vera skilgreindur sem skrúðgarður í skipulagi og ætti því að fá það viðhald og uppbyggingu sem honum ber. Leiksvæði svo sem frisbígolf á ekki heima í skrúðgarði.

1.10.Umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 201506056

Erindi dagsett 04.06. 2015 þar sem eigendur jarðarinnar Ormsstaða Eiðaþinghá sækja um stofnun lóðar skv. 14. gr.laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna. fyrir liggur lóðarblaði dagsett 05.06. 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að stofna lóðina í Þjóðskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.11.Miðás 39, krafa um afturköllun

Málsnúmer 201506059

Í vinnslu.

1.12.Styrkvegir 2015

Málsnúmer 201503087

Í vinnslu.

1.13.Gróðursetning trjáplantna í tilefni 35 ára kosningarafmælis Vigdísar Finnbogadóttur

Málsnúmer 201506046

Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 3. júní 2015 þar sem sveitarfélög eru hvött til gróðursetningar trjáplantna laugardaginn 27. júní nk. til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur í tilefni þess að 35 ár eru liðin frá því að hún var kjörin í embætti forseta Íslands, fyrst kvenna í heiminum sem þjóðkjörinn forseti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis-og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að taka þátt í verkefninu og felur starfsmanni nefndarinnar að undirbúa gróðursetningu og viðburðinn þann 27. júní nk. í Lómatjarnargarðinum, samkvæmt erindinu og bréfi Skógræktarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.14.Breiðdalshreppur, tilboð í sundlaugaryfirbreiðslu

Málsnúmer 201506067

Erindi dagsett 05.06. 2015 þar sem Sif Hauksdóttir f.h. Breiðdalshrepps gerir tilboð í yfirbreiðsludúkinn sem Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum á.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að taka tilboði Breiðdalshrepps í yfirbreiðsludúk sem er í eigu Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.15.Göngustígur að Sigfúsarlundi

Málsnúmer 201506074

Erindi innskráð 09.06. 2015 þar sem Sigríður Fr. Halldórsdóttir og Hjálmar Jóelsson, f.h. "Ússuhópsins" sem er áhugahópur um að halda minningu Sigfúsar Sigfússonar þjóðsagnaritara á lofti, setja fram hugmynd um að leggja/lagfæra göngustíg að Sigfúsarlundi og merkja hann þannig að bæði heimamenn og ferðamenn megi hafa nokkurt gagn og gaman af. Fyrir liggur loftmynd sem sýnir hugmynd um legu göngustígs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar tekur bæjarstjórn jákvætt í erindið og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að kynna hugmyndina fyrir hagsmunaaðilum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.16.Fundargerð 71. fundar Svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201506016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn er sammála umhverfis- og framkvæmdanefnd sem tekur undir bókun Svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs um að gerður verði samningur um þjónustu og aðstöðu við ferðafélögin sem eiga skála og eru með starfsemi innan þjóðgarðsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.17.Umsókn um framkvæmdaleyfi/efnistaka

Málsnúmer 201505076

Erindi í tölvupósti dagsett 28.05. 2015 þar sem Anna Elín Jóhannsdóttir f.h.Vegagerðarinnar óskar eftir að efnistökunámurnar við Skóghlíð og Heiðarenda verði settar inn á Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs. Málið var áður á dagskrá 27.05. 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela umhverfis- og skipulagsfulltrúa að láta gera breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, samkvæmt beiðni Vegagerðarinnar, þegar fyrir liggur samþykki landeigenda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 218

Málsnúmer 1506005

Til máls tók: Hrund Erla Guðmundsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun.

Fundargerðin lögð fram.

2.1.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - frumfjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505039

Vísað er til bókunar í lið 1.2.

2.2.Tónlistarskóli Norður-Héraðs - frumfjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505041

Vísað er til bókunar í lið 1.2.

2.3.Starfsáætlun Tónlistarskólans í Fellabæ 2015

Málsnúmer 201506065

Lagt fram til kynningar.

2.4.Tónlistarskólinn í Fellabæ - frumfjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505040

Vísað er til bókunar í lið 1.2.

2.5.Hádegishöfði - frumfjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505038

Vísað er til bókunar í lið 1.2.

2.6.Tjarnarskógur - frumfjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505037

Vísað er til bókunar í lið 1.2.

2.7.Fellaskóli - frumfjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505035

Vísað er til bókunar í lið 1.2.

2.8.Brúarásskóli - frumfjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505036

Vísað er til bókunar í lið 1.2.

2.9.Egilsstaðaskóli - frumfjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505034

Vísað er til bókunar í lið 1.2.

2.10.Búningsklefar í íþróttamiðstöð-skortur á aðstöðu

Málsnúmer 201506061

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd um að ákjósanlegt væri að rýmri aðstaða væri í búningsklefum í íþróttamiðstöðinni, en bendir á að í ljósi þess er mjög mikilvægt að haga skipulagi á nýtingu hússins þannig að aðstaðan nýtist eins vel og mögulegt er.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.11.Frumfjárhagsáætlun fræðslusviðs 2016

Málsnúmer 201506060

Vísað er til bókunar í lið 1.2. Jafnframt er bókun fræðslunefndar vísað til vinnu við gerð endanlegrar fjárhagsáætlunar 2016.

2.12.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

2.13.Aðalfundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands 2015

Málsnúmer 201506083

Lagt fram til kynningar.

2.14.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007

Lagt fram til kynningar.

2.15.Fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201504075

Í vinnslu.

2.16.Fundargerð 828. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201506041

Lagt fram til kynningar.

2.17.Framtíðarskipulag Hallormsstaðaskóla.

Málsnúmer 201312036

Lagt fram til kynningar.

2.18.Sóknaráætlun Austurlands 2015-2019

Málsnúmer 201506023

Lagt fram til kynningar.

2.19.Uppbygging ljósleiðaravæðingar

Málsnúmer 201504114

Í vinnslu.

2.20.Ályktun frá aðalfundi Búnaðarsambands Austurlands 11.apríl 2015

Málsnúmer 201506042

Lögð fram ályktun frá aðalfundi Búnaðarsambands Austurlands 11. apríl 2015 varðandi það að sveitarfélögin á starfssvæði BsA. styrki garnaveikibólusetningar árlega þar sem bólusetja þarf.
Jafnframt fer stjórn BsA þess á leit við sveitarstjórnarmenn að þeir hlutist til um að styrkja þá bændur sem sannarlega hafa orðið fyrir tjóni af völdum garnaveiki.

Varðandi garnaveikibólusetninguna er vísað til afgreiðslu undir lið 2.8 í þessari fundargerð.

Að öðru leyti sér bæjarstjórn sér ekki fært að leggja til sérstakan stuðning við þá sem orðið hafa fyrir tjóni vegna garnaveiki.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.21.Gróðursetning trjáplantna í tilefni 35 ára kosningarafmælis Vigdísar Finnbogadóttur

Málsnúmer 201506046

Vísað til liðar 4.16 í þessari fundargerð.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 299

Málsnúmer 1506012

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 2.4 og bar fram fyrirspurn og Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram.

3.1.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007

Í bæjarráði voru kynnt drög að auglýsingu vegna fyrirhugaðrar sölu á skólahúsnæði grunnskólans á Hallormsstað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og felur bæjarstjóra að senda auglýsinguna í staðar- og landsfjölmiðla, eins og um var rætt á fundinum og að höfðu samráði við Fljótsdalshrepps.
Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að tvær íbúðir sem tengdar eru skólahúsnæðinu verði einnig auglýstar til sölu, að höfðu samráði við aðra eigendur þeirra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 130 milljónir kr. til 20 ára, í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að ljúka byggingu hjúkrunarheimilis á Egilsstöðum, (100 milljónir kr.) og í gatnagerð og byggingu áhaldageymslu (30 milljónir kr.), sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Birni Ingimarssyni kt. 301254-4079 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fljótsdalshéraðs að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.2.Fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201504075

Lögð fram drög að rammaáætlun fyrir árið 2016. Þar hefur fjármálastjóri tekið saman fjárbeiðnir frá forstöðumönnum og nefndum og aðlagað þær að markmiðum úr þriggja ára áætlun 2016, eins og hún var samþykkt í lok síðasta árs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn framlagða rammaáætlun 2016 og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar 2016 og þriggja ára áætlunar 2017-2019, sem unnar verða á komandi hausti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.3.Fundargerð 189. fundar stjórnar HEF

Málsnúmer 201506096

Vakin er sérstök athygli á boðaðri vettvangsferð HEF. sem fyrirhuguð er 27. júní. Bæjarfulltrúar eru hvattir til að nýta sér ferðina til að fræðast betur um verkefni og rekstur veitunnar.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

3.4.Hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna

Málsnúmer 201408045

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að senda kveðju til íbúanna í svæðisbundum fjölmiðlum og minna á að starfsmönnum sveitarfélagsins hefur verið gefið frí eftir hádegið þann 19. júní, í tilefni tímamótanna.
Jafnframt verði þar minnt á málþingið, Konur í stjórnmálum - áhugamál eða alvara, sem verður haldið á vegum sveitarfélagsins í byrjun nóvember.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.5.Fundargerð aðalfundar Brunavarna á Héraði 11.júní 2015

Málsnúmer 201506107

Fundargerð aðalfundar lögð fram til kynningar.

4.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 298

Málsnúmer 1506002

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 1.7.

Fundargerðin lögð fram.

4.1.Umsókn um leyfi til að halda torfærukeppni 2015

Málsnúmer 201506090

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

4.2.Ályktun frá aðalfundi Búnaðarsambands Austurlands 11. apríl 2015

Málsnúmer 201506042

Málinu er vísað til afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdanefndar.

4.3.Húsaleiga Miðvangi 31

Málsnúmer 201504059

Á fundi bæjarráðs kynnti bæjarstjóri drög að samningi við Fóðurblönduna sem gildir til 31. ágúst 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að ganga frá leigusamningi á þeim nótum sem kynntar voru og ræddar á fundi bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.4.Eyvindará og uppbygging ferðaþjónustu

Málsnúmer 201506103

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að vísa erindinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar til meðferðar.
Varðandi ábendingar um veg og brú niður að Eyvindarárbæjum, er umhverfis- og framkvæmdanefnd falið að koma þeim athugasemdum á framfæri við Vegagerðina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Atvinnu- og menningarnefnd - 21

Málsnúmer 1506004

Til máls tóku: Guðmundur S. Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 3.2 og 3.3.

Fundargerðin lögð fram.

5.1.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2016

Málsnúmer 201504105

Sjá afgreiðslu á lið 1.2.

5.2.Sóknaráætlun Austurlands 2015-2019

Málsnúmer 201506023

Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd, að í drögunum komi fram margar góðar hugmyndir t.d. að samstarfi og eflingu innviða svæðisins. Tekið er undir athugasemdir nefndarinnar sem saknar þess að hvergi skuli minnst á menningarminjar, hvorki skráningu, rannsóknir né uppbyggingu á þeim. Þá er hvatt til þess að sumar tillagnanna séu útfærðar betur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.3.Áfangastaðir ferðamanna á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201506057

Fyrir fundi atvinnu- og menningarnefndar lá aðgerðaáætlun til eflingar á ferðaþjónustu og verslun á Héraði, sem unnin var á vegum sveitarfélagsins í samstarfi við ferðaþjónustu- og verslunaraðila árin 2012 og 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn mælist til að atvinnu- og menningarnefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd fundi með fulltrúum Þjónustusamfélagsins á Héraði í haust til að móta áherslur um uppbyggingu áfangastaða í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.4.Umsókn um styrk vegna Tónlistarstunda 2015

Málsnúmer 201505191

Fyrir liggur styrkumsókn frá Torvald Gjerde vegna sumartónleikaraðarinnar "Tónlistarstundir 2015", sem fram fer dagana 18. júní til 5. júlí, alls sex tónleikar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 200.000 sem tekið verði af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.5.Galtastaðir fram

Málsnúmer 201506073

Í vinnslu.

6.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 26

Málsnúmer 1506003

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 4.1, 4.5 og 4.12 og bar fram fyrirspurn. Esther Kjaransdóttir, sem ræddi lið 4.12. Sigrún Blöndal, sem ræddi liði 4.4, 4.12 og 4.16. Árni Kristinsson, sem svaraði fyrirspurn og ræddi liði 4.4, 4.12 og 4.16. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 4.12. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.12. Páll Sigvaldason, sem ræddi liði 4.12 og 4.16. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 4.12 og Árni Kristinsson, sem ræddi liði 4.12 og 4.16.

Fundargerðin lögð fram.

6.1.Dyrfjöll - Stórurð - gönguparadís. Staða verkefnisins og næstu skref

Málsnúmer 201408092

Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var til kynningar og umræðu staða verkefnisins Dyrfjöll-Stórurð-gönguparadís. Atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi kynnti verkefnið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að verkið verði unnið samkvæmt áætlun fyrir árið 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.2.Samþykkt um fráveitur á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201506044

Í vinnslu.

6.3.Molta lífrænn úrgangur

Málsnúmer 201505057

Í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 18:30.