Galtastaðir fram

Málsnúmer 201506073

Atvinnu- og menningarnefnd - 21. fundur - 08.06.2015

Rætt var um ástand húsa á Galtastöðum fram. Ákveðið að taka málið aftur upp á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 23. fundur - 21.09.2015

Fyrir liggja viðgerðaskýrsla og svar frá Þjóðminjasafni Íslands vegna fyrirspurnar um framkvæmdir vegna loftræstingar og framtíð bæjarins á Galtastöðum fram.

Atvinnu- og menningarnefnd fagnar að viðhaldsframkvæmdir eigi sér nú stað á Galtastöðum fram. Auk þess lýsir nefndin ánægju með það sem fram kemur í samantekt Þjóðminjasafnsins, frá 13. september 2014, um móttöku ferðamanna og sýningu á bæjarhúsum. Nefndin óskar eftir nákvæmari upplýsingum um framkvæmd og tímasetningu sýningarhalds á Galtastöðum fram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 224. fundur - 07.10.2015

Fyrir liggja viðgerðaskýrsla og svar frá Þjóðminjasafni Íslands vegna fyrirspurnar um framkvæmdir vegna loftræstingar og framtíð bæjarins á Galtastöðum fram.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og fagnar að viðhaldsframkvæmdir eigi sér nú stað á Galtastöðum fram. Auk þess lýsir bæjarstjórn ánægju með það sem fram kemur í samantekt Þjóðminjasafnsins, frá 13. september 2014, um móttöku ferðamanna og sýningu á bæjarhúsum. Óskað er eftir nákvæmari upplýsingum um framkvæmd og tímasetningu sýningarhalds á Galtastöðum fram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 27. fundur - 10.12.2015

Fyrir liggur minnisblað, dagsett 17. nóvember 2015, frá Elsu Guðnýju Björgvinsdóttur, forstöðumanni Minjasafns Austurlands, vegna fundar hennar með fulltrúa Þjóðminjasafns Íslands, um Galtastaði fram.

Atvinnu- og menningarnefnd óskar eftir að forstöðumaður Minjasafns Austurlands undirbúi fund með nefndinni, fulltrúa Þjóðminjasafnsins og Minjasafns Austurlands um mögulegt samstarf um leiðir til að efla Galtastaði fram sem einn af áhugaverðum áfangastöðum í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 29. fundur - 25.01.2016

Erindinu frestað til næsta fundar.

Atvinnu- og menningarnefnd - 30. fundur - 08.02.2016

Á fundinn undir þessum lið mættu Anna Lísa Rúnarsdóttir og Guðmundur Lúther Hafsteinsson frá Þjóðminjasafni Íslands og Elsa Guðný Björgvinsdóttir, Maríanna Jóhannsdóttir, Gunnhildur Ingvarsdóttir, Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar og Þórdís Sveinsdóttir frá Minjasafni Austurlands.

Fulltrúar Þjóðminjasafnisins fóru yfir viðgerðir og uppbyggingu á Galtastöðum fram undanfarin misseri, en gert er ráð fyrir að hægt verði að opna bæinn fyrir gesti árið 2017. Ræddir voru möguleikar á samstarfi á milli Þjóðminjasafnsins og Minjasafnsins um rekstrarfyrkomulag hússins.

Atvinnu- og menningarnefnd fagnar framkvæmdum við enduruppbyggingu húsa á Galtastöðum. Gert er ráð fyrir að Minjasafn Austurlands leggi fram hugmyndir um opnun og umsjón staðarins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 232. fundur - 17.02.2016

Fulltrúar Þjóðminjasafnsins komu á fund atvinnu- og menningarnefndar, ásamt fulltrúum frá Minjasafni Austurlands, og fóru yfir viðgerðir og uppbyggingu á Galtastöðum fram undanfarin misseri. Gert er ráð fyrir að hægt verði að opna bæinn fyrir gesti árið 2017. Ræddir voru möguleikar á samstarfi á milli Þjóðminjasafnsins og Minjasafnsins um rekstrarfyrirkomulag hússins.

Málið er að öðru leyti í vinnslu.