Atvinnu- og menningarnefnd

23. fundur 21. september 2015 kl. 17:00 - 20:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Alda Ósk Harðardóttir varamaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Gjaldskrá fyrir Félagsheimilið Iðavelli

Málsnúmer 201509070Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga húsráðs félagsheimilisins Iðavöllum um gjaldskrá fyrir félagsheimilið.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögur að gjaldskrá fyrir félagsheimilið Iðavelli, fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2016

Málsnúmer 201504105Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun fyrir 2016 og gögn frá forstöðumönnum stofnana sveitarfélagsins sem heyra undir nefndina. Á fundinn undir þessum lið mæta forstöðumenn stofnana sem undir nefndina heyra.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir 2016 og vísar henni til bæjarstjórnar.

Einnig lagður fram listi yfir viðhalds- og fjárfestingaverkefni sem vísast til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Galtastaðir fram

Málsnúmer 201506073Vakta málsnúmer

Fyrir liggja viðgerðaskýrsla og svar frá Þjóðminjasafni Íslands vegna fyrirspurnar um framkvæmdir vegna loftræstingar og framtíð bæjarins á Galtastöðum fram.

Atvinnu- og menningarnefnd fagnar að viðhaldsframkvæmdir eigi sér nú stað á Galtastöðum fram. Auk þess lýsir nefndin ánægju með það sem fram kemur í samantekt Þjóðminjasafnsins, frá 13. september 2014, um móttöku ferðamanna og sýningu á bæjarhúsum. Nefndin óskar eftir nákvæmari upplýsingum um framkvæmd og tímasetningu sýningarhalds á Galtastöðum fram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Matslýsing vegna Kerfisáætlunar 2015-2024

Málsnúmer 201501014Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að matslýsingu vegna Kerfisáætlunar Landsnets 2015-2024, sem er að finna á heimasíðu fyrirtækisins.

Bæjarráð beindi því á fundi sínum, 14. september 2015, til atvinnu- og menningarnefndar og umhverfis- og framkvæmdanefndar, að taka drög að kerfisáætlun Landsnets til skoðunar, þrátt fyrir að umsagnarfrestur sé að renna út.

Atvinnu- og menningarnefnd tekur undir bókun bæjarstjórnar og leggur áherslu á mikilvægi þess að bæta afhendingaröryggi raforkunnar eins fljótt og auðið er, enda hefur núverandi ástand hamlandi áhrif á atvinnulíf og uppbyggingu þess á Austurlandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um styrk vegna útgáfu á sögu Kvenfélagsins Bjarkar í Hjaltastaðaþinghá

Málsnúmer 201509069Vakta málsnúmer

Fyrir liggur styrkumsókn frá Kvenfélaginu Björk, undirrituð af vegna bókarútgáfu á sögu félagsinsins, en félagið varð 85 ára í vor.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að Kvenfélagið Björk verði styrkt um kr. 50.000 til ritunar sögu félagsins, sem verði tekið af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Aðgengileg ferðasalerni fyrir fatlað fólk á almennum viðburðum og hátíðum

Málsnúmer 201509073Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf, dagsett 12. júlí 2015, frá Öryrkjabandalagi Íslands um að tryggð séu aðgengileg salerni fyrir alla á viðburðum og hátíðum á vegum sveitarfélaga og ríkisins.

Atvinnu- og menningarnefnd þakkar ábendinguna að öðru leyti er bréfið lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Verklagsreglur um afnot af húsnæði sveitarfélagsins

Málsnúmer 201503160Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar reglur, sem staðfestar voru á fundi bæjarstjórnar 16. septembeer 2015, um afnot af húsnæði í eigu sveitarfélagsins.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að kynna fyrirliggjandi reglur fyrir forstöðumönnum stofna sem undir nefndina heyra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:15.