Kerfisáætlun 2015-2024

Málsnúmer 201501014

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 11. fundur - 12.01.2015

Fyrir liggur bréf frá Landsneti vegna gagnaöflunar fyrir kerfisáætlun 2015-2024. Þar er óskað eftir upplýsingum um áform í sveitarfélaginu um orkufreka starfsemi á matstímabilinu.

Atvinnu- og menningarnefnd vekur athygli á því að núverandi staða á afhendingu raforku á Fljótsdalshéraði er óviðunandi og hefur neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækja og hamlar almennri atvinnuppbyggingu. Nefndin telur afar brýnt að tryggð verði meiri raforka inn á svæðið til nauðsynlegra fjárfestinga í atvinnulífinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 14. fundur - 15.01.2015

Fyrir liggur erindi frá Landsnet hf. kt.580804-24109 þar sem vakin er athygli á matslýsingu vegna kerfisáætlunar 2015-2024, sem aðgengileg er á heimasíðu fyrirtækisins landsnet.is.
Einnig er óskað eftir upplýsingum um áform sveitarfélagsins um atvinnuuppbyggingu skv. aðalskipulagsáætlunum eða annarri stefnumörkun sem liggur fyrir. Fyrst og fremst er óskað eftir upplýsingum um orkufreka starfsemi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd er ekki kunnugt um nein áform um orkufrekan iðnað í sveitarfélaginu. Hins vegar skal á það bent að í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 er gert ráð fyrir svæðum sem hentað gæti undir slíka starfsemi.

Nefndin vekur jafnframt athygli á því að núverandi staða á afhendingu raforku á Fljótsdalshéraði er óviðunandi og hefur neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækja og hamlar almennri atvinnuppbyggingu. Nefndin telur afar brýnt að tryggð verði meiri raforka inn á svæðið til nauðsynlegra fjárfestinga í atvinnulífinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 209. fundur - 21.01.2015

Fyrir liggur bréf frá Landsneti vegna gagnaöflunar fyrir kerfisáætlun 2015-2024. Þar er óskað eftir upplýsingum um áform í sveitarfélaginu um orkufreka starfsemi á matstímabilinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og vekur athygli á því að núverandi staða á afhendingu raforku á Fljótsdalshéraði er óviðunandi og hefur neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækja og hamlar almennri atvinnuuppbyggingu. Bæjarstjórn telur afar brýnt að tryggð verði meiri raforka inn á svæðið til nauðsynlegra fjárfestinga í atvinnulífinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 209. fundur - 21.01.2015

Fyrir liggur erindi frá Landsnet hf. kt.580804-24109 þar sem vakin er athygli á matslýsingu vegna kerfisáætlunar 2015-2024, sem aðgengileg er á heimasíðu fyrirtækisins landsnet.is.
Einnig er óskað eftir upplýsingum um áform sveitarfélagsins um atvinnuuppbyggingu skv. aðalskipulagsáætlunum eða annarri stefnumörkun sem liggur fyrir. Fyrst og fremst er óskað eftir upplýsingum um orkufreka starfsemi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir bókun umhverfis- og framkvæmdanefndar sem er ekki kunnugt um nein áform um orkufrekan iðnað í sveitarfélaginu. Hins vegar skal á það bent að í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 er gert ráð fyrir svæðum sem hentað gætu undir slíka starfsemi.
Bæjarstjórn bendir þó á að núverandi staða á afhendingu raforku á Fljótsdalshéraði er óviðunandi og hefur neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækja og hamlar almennri atvinnuuppbyggingu. Bæjarstjórn telur afar brýnt að tryggð verði meiri raforka inn á svæðið til nauðsynlegra fjárfestinga í atvinnulífinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 310. fundur - 14.09.2015

Rædd drög að matslýsingu vegna Kerfisáætlunar Landsnets 2015-2024, sem er að finna á heimasíðu fyrirtækisins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs bendir á mikilvægi þess að styrkja flutningskerfi raforku innanlands og þá sérstaklega til og frá Austurlandi. Núverandi staða þar sem fyrirtæki á Austurlandi þurfa að sæta skerðingu á afhendingu raforku, er óásættanleg og uppbygging á því kerfi verður að vera forgangsverkefni.

Komi að því loknu til lagningar sæstrengs til Evrópu lítur bæjarráð svo á að öll rök séu fyrir því að tengja hann inn á Austurland og telur ýmsar þær röksemdir sem tilgreindar eru í drögum að kerfisáætlun varðandi tengingu sæstrengs ekki eiga rétt á sér.

Bæjarráð beinir því til atvinnu- og menningarnefndar og umhverfis- og framkvæmdanefndar, að taka drög að kerfisáætlun Landsnets til skoðunar, þrátt fyrir að umsagnarfrestur sé að renna út.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 223. fundur - 16.09.2015

Í bæjarráði voru rædd drög að matslýsingu vegna Kerfisáætlunar Landsnets 2015-2024, sem er að finna á heimasíðu fyrirtækisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði Fljótsdalshéraðs og bendir á mikilvægi þess að styrkja flutningskerfi raforku innanlands og þá sérstaklega til og frá Austurlandi. Núverandi staða þar sem fyrirtæki á Austurlandi þurfa að sæta skerðingu á afhendingu raforku, er óásættanleg og uppbygging á því kerfi verður að vera forgangsverkefni.

Komi að því loknu til lagningar sæstrengs til Evrópu lítur bæjarstjórn svo á að öll rök séu fyrir því að tengja hann inn á Austurland og telur ýmsar þær röksemdir sem tilgreindar eru í drögum að kerfisáætlun varðandi tengingu sæstrengs ekki eiga rétt á sér.

Bæjarstjórn beinir því til atvinnu- og menningarnefndar og umhverfis- og framkvæmdanefndar, að taka drög að kerfisáætlun Landsnets til skoðunar, þrátt fyrir að umsagnarfrestur sé runninn út.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 23. fundur - 21.09.2015

Fyrir liggja drög að matslýsingu vegna Kerfisáætlunar Landsnets 2015-2024, sem er að finna á heimasíðu fyrirtækisins.

Bæjarráð beindi því á fundi sínum, 14. september 2015, til atvinnu- og menningarnefndar og umhverfis- og framkvæmdanefndar, að taka drög að kerfisáætlun Landsnets til skoðunar, þrátt fyrir að umsagnarfrestur sé að renna út.

Atvinnu- og menningarnefnd tekur undir bókun bæjarstjórnar og leggur áherslu á mikilvægi þess að bæta afhendingaröryggi raforkunnar eins fljótt og auðið er, enda hefur núverandi ástand hamlandi áhrif á atvinnulíf og uppbyggingu þess á Austurlandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 33. fundur - 14.10.2015

Fyrir liggur erindi frá Landsnet hf. kt.580804-24109 þar sem vakin er athygli á matslýsingu vegna kerfisáætlunar 2015-2024, sem aðgengileg er á heimasíðu fyrirtækisins landsnet.is. Málinu var vísað til nefndarinnar frá Bæjarráði þann 14.09.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir bókun bæjarráðs frá 14.09.2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.