Aðgengileg ferðasalerni fyrir fatlað fólk á almennum viðburðum og hátíðum

Málsnúmer 201509073

Atvinnu- og menningarnefnd - 23. fundur - 21.09.2015

Fyrir liggur bréf, dagsett 12. júlí 2015, frá Öryrkjabandalagi Íslands um að tryggð séu aðgengileg salerni fyrir alla á viðburðum og hátíðum á vegum sveitarfélaga og ríkisins.

Atvinnu- og menningarnefnd þakkar ábendinguna að öðru leyti er bréfið lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 224. fundur - 07.10.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa erindinu aftur til atvinnu- og menningarnefndar til frekari skoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 24. fundur - 12.10.2015

Fyrir liggur bréf, dagsett 12. júlí 2015, frá Öryrkjabandalagi Íslands um að tryggð séu aðgengileg salerni fyrir alla á viðburðum og hátíðum á vegum sveitarfélaga og ríkisins.

Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 21. september 2015. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 7. október að vísa erindinu aftur til atvinnu- og menningarnefndar til frekari skoðunar.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að kanna framboð á ferðasalernum fyrir alla í sveitarfélaginu.
Nefndin beinir því til þeirra sem standa fyrir hátíðum eða samkomum að tryggja að þessi mál séu ætíð í lagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 225. fundur - 21.10.2015

Fyrir atvinnu- og menningarnefnd lá bréf, dagsett 12. júlí 2015, frá Öryrkjabandalagi Íslands um að tryggð séu aðgengileg salerni fyrir alla á viðburðum og hátíðum á vegum sveitarfélaga og ríkisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og felur starfsmanni að kanna framboð á ferðasalernum í sveitarfélaginu, sem henta jafnt fötluðum sem ófötluðum.
Bæjarstjórn beinir því til þeirra sem standa fyrir hátíðum eða samkomum að tryggja að þessi mál séu ætíð í lagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.