Verklagsreglur um afnot af húsnæði sveitarfélagsins

Málsnúmer 201503160

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 17. fundur - 13.04.2015

Fyrir liggja drög að verklagsreglum um afnot af húsnæði sveitarfélagsins.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 215. fundur - 21.04.2015

Farið yfir tillögu að verklagsreglum og gerðar fáeinar tillögur að breytingum á orðalagi í lokagrein reglnanna. Verklagsreglurnar samþykktar samhljóða með handauppréttingu með áorðnum breytingum.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 10. fundur - 22.04.2015

Fyrir liggja drög að verklagsreglum um afnot af húsnæði sveitarfélagsins.

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir verklagsreglurnar fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 216. fundur - 06.05.2015

Fyrir liggja drög að verklagsreglum um afnot af húsnæði sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa drögum að verklagsreglum um afnot af húsnæði sveitarfélagsins til bæjarráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 309. fundur - 07.09.2015

Lagðar fram verklagsreglur um afnot af húsnæði í eigu sveitarfélagsins, en þær voru unnar nú fyrr á árinu, í tengslum við endurskoðun á fyrri relum og gjaldskrám.

Bæjarráð staðfestir verklagsreglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 223. fundur - 16.09.2015

Lagðar fram verklagsreglur um afnot af húsnæði í eigu sveitarfélagsins, en þær voru unnar nú fyrr á árinu, í tengslum við endurskoðun á fyrri reglum og gjaldskrám.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framlagðar reglur og mælist til að þeim verði komið á framfæri á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 23. fundur - 21.09.2015

Lagðar fram til kynningar reglur, sem staðfestar voru á fundi bæjarstjórnar 16. septembeer 2015, um afnot af húsnæði í eigu sveitarfélagsins.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að kynna fyrirliggjandi reglur fyrir forstöðumönnum stofna sem undir nefndina heyra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 14. fundur - 30.09.2015

Lagðar fram til kynningar reglur, sem staðfestar voru á fundi bæjarstjórnar 16. septembeer 2015, um afnot af húsnæði í eigu sveitarfélagsins.