Farið yfir tillögu að verklagsreglum og gerðar fáeinar tillögur að breytingum á orðalagi í lokagrein reglnanna. Verklagsreglurnar samþykktar samhljóða með handauppréttingu með áorðnum breytingum.
Fyrir liggja drög að verklagsreglum um afnot af húsnæði sveitarfélagsins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn samþykkir að vísa drögum að verklagsreglum um afnot af húsnæði sveitarfélagsins til bæjarráðs til afgreiðslu.
Lagðar fram verklagsreglur um afnot af húsnæði í eigu sveitarfélagsins, en þær voru unnar nú fyrr á árinu, í tengslum við endurskoðun á fyrri relum og gjaldskrám.
Bæjarráð staðfestir verklagsreglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Lagðar fram verklagsreglur um afnot af húsnæði í eigu sveitarfélagsins, en þær voru unnar nú fyrr á árinu, í tengslum við endurskoðun á fyrri reglum og gjaldskrám.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn staðfestir framlagðar reglur og mælist til að þeim verði komið á framfæri á heimasíðu sveitarfélagsins.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.