Íþrótta- og tómstundanefnd

10. fundur 22. apríl 2015 kl. 17:00 - 18:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson varaformaður
  • Rita Hvönn Traustadóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Verklagsreglur um afnot af húsnæði sveitarfélagsins

Málsnúmer 201503160

Fyrir liggja drög að verklagsreglum um afnot af húsnæði sveitarfélagsins.

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir verklagsreglurnar fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Félagsmiðstöðvar Afrek og Nýung

Málsnúmer 201312027

Á fundinn undir þessum lið sat Árni Pálsson, forstöðumaður félagsmiðstöðva.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að félagsmiðstöðvarnar Nýung og Afrek verði sameinaðar og ný félagsmiðstöð taki til starfa 1. september 2015, með aðsetur í húsnæði Nýungar. Skoðað verði að hluti af skipulagðri starfsemi fyrir miðstig fari fram í Fellaskóla.
Nefndin leggur til að efnt verði til samkeppni um nafn á nýrri félagsmiðstöð. Jafnframt verði tryggðar almenningssamgöngur á milli Fellabæjar og Egilsstaða á opnunartíma nýrrar miðstöðvar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Beiðni um frisbígolfvöll í Tjarnargarðinn

Málsnúmer 201504030

Lög fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, dagsett 9. apríl. 2015, þar sem fram kemur að gaman væri að sjá frisbígolfvöll í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum.

Íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í hugmyndina og felur starfsmanni að undirbúa útfærslu á frisbígolfvellinum og leggja hana fyrir nefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Beiðni um styrk vegna vormóts FSÍ á Egilsstöðum 2015

Málsnúmer 201503148

Fyrir liggur beiðni um styrk, dagsett 23. mars 2015, frá Fimleikadeild Hattar, vegna Vormóts FSÍ 15.-17.maí n.k. á Egilsstöðum.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 250.000 sem verði tekið af lið 06.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Frisbígolfvöllur

Málsnúmer 201501275

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 9. mars 2015, frá Degi Skírni Óðinssyni, fyrir hönd minningarsjóðs um Pétur Kjerúlf, þar sem boðinn er stuðningur við uppbyggingu frisbígolfaðstöðu í Tjarnargarðinum.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fyrir höfðinglegt boð sem stuðning við uppbyggingu frisbígolfvallar í Tjarnargarðinum. Nefndin vísar að öðru leyti til erindis 201504030 á dagskrá fundarins, en málið verður aftur til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Ósk um styrk vegna æskulýðsstarfsemi Freyfaxa

Málsnúmer 201503159

Fyrir liggur umsókn um styrk frá Hestamannafélaginu Freyfaxa vegna æskulýðsstarfsemi á vegum félagsins.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 100.000 sem tekið af lið 06.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Saman-hópurinn, beiðni um fjárstuðning 2015

Málsnúmer 201503106

Fyrir liggur beiðni um fjárstuðning vegna forvarnastarfs Saman-hópsins árið 2015.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 20.000 sem verði tekið af lið 06.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Skáknámskeið fyrir börn og unglinga

Málsnúmer 201504041

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 10. apríl 2015, frá Birki Karli Sigurðssyni, þar sem boðið er upp á
tveggja daga skáknámskeið fyrir ungmenni í sumar.

Íþrótta- og tómstundanefnd hafnar erindinu að þessu sinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Urriðavatnssund 2015, beiðni um stuðning

Málsnúmer 201503070

Fyrir liggur bréf dagsett 11. apríl 2015, frá Pétri Heimissyni f.h. skipuleggjenda Urriðavatnssunds, þar sem óskað er eftir áframhaldandi og auknum stuðningi sveitarfélagsins við Urriðavatnssundið.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 100.000 sem tekið verði af lið 06.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:15.