Lög fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, dagsett 9. apríl. 2015, þar sem fram kemur að gaman væri að sjá frisbígolfvöll í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum.
Íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í hugmyndina og felur starfsmanni að undirbúa útfærslu á frisbígolfvellinum og leggja hana fyrir nefndina.
Fyrir liggur tillaga að skipulagi sex körfu frisbívallar í Tjarnargarðinum, unnin af Sigurjóni Magnússyni.
Íþrótta og tómstundanefnd líst vel á skipulag frisbívallar samkvæmt fyrirliggjandi teikningu og samþykkir fyrir sitt leyti að völlurinn verði settur upp í Tjarnargarðinum í samræmi við hana.
Heildarkostnaður er áætlaður kr. 700.000 með uppsetningu og merkingum. Nú þegar hafa borist vilyrði fyrir styrkjum til verkefnisins að fjárhæð kr. 400.000. Reynt verði að afla frekari styrkja til verkefnisins. Íþrótta og tómstundanefnd samþykkir að allt að kr. 200.000 verði tekið af lið 06.89 til verkefnisins.
Íþrótta og tómstundanefnd óskar eftir því að umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykki staðsetninguna.
Fyrir liggur tillaga að skipulagi sex körfu frisbívallar í Tjarnargarðinum, unnin af Sigurjóni Magnússyni. Íþrótta og tómstundanefnd líst vel á skipulag frisbívallar samkvæmt fyrirliggjandi teikningu og samþykkir fyrir sitt leyti að völlurinn verði settur upp í Tjarnargarðinum í samræmi við hana. Heildarkostnaður er áætlaður kr. 700.000 með uppsetningu og merkingum. Nú þegar hafa borist vilyrði fyrir styrkjum til verkefnisins að fjárhæð kr. 400.000. Reynt verði að afla frekari styrkja til verkefnisins. Íþrótta og tómstundanefnd samþykkir að allt að kr. 200.000 verði tekið af lið 06.89 til verkefnisins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu íþrótta- og tómstundanefndar, en óskar eftir að umhverfis- og framkvæmdanefnd taki afstöðu til staðsetningar, áður en málið verður endanlega afgreitt.
Fyrir liggur tillaga að skipulagi sex körfu frisbívallar í Tjarnargarðinum, unnin af Sigurjóni Magnússyni. Tillagan kom fram á vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu.
Já sögðu fjórir (PS, GRE, ÁB og ÁK) Nei sagði einn (EK)
Esther leggur fram eftirfarandi bókun: Tjarnargarðurinn ætti að vera skilgreindur sem skrúðgarður í skipulagi og ætti því að fá það viðhald og uppbyggigu sem honum ber. Leiksvæði svo sem frispígolf á ekki heima í skrúðgarði.
Fyrir liggur tillaga að skipulagi sex körfu frisbívallar í Tjarnargarðinum, unnin af Sigurjóni Magnússyni. Tillagan kom fram á vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu meirihluta umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu.
Samþykkt með 8 atkv. en 1 var á móti (E.K)
Esther Kjartansdóttir lagði fram eftirfarandi bókun: Tjarnargarðurinn ætti að vera skilgreindur sem skrúðgarður í skipulagi og ætti því að fá það viðhald og uppbyggingu sem honum ber. Leiksvæði svo sem frisbígolf á ekki heima í skrúðgarði.
Íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í hugmyndina og felur starfsmanni að undirbúa útfærslu á frisbígolfvellinum og leggja hana fyrir nefndina.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.