Íþrótta- og tómstundanefnd

12. fundur 27. maí 2015 kl. 17:00 - 20:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson varaformaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
  • Stefán Bogi Sveinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi
Stefán Bogi sat fundinn sem gestur vegna forfalla aðal- og varamanna B-lista.

1.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2016

Málsnúmer 201504111

Fyrir liggja drög og gögn forstöðumanna vegna fjárhagsáætlunar fyrir 2016.
Á fundinn undir þessum lið mættu forstöðumenn stofnana sem heyra undir nefndina, þau Adda Steina Haraldsdóttir, Árni Pálsson, Karen Erla Erlingsdóttir.

Íþrótta og tómstundanefnd samþykkir tillögur að fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2016 fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Beiðni um frisbígolfvöll í Tjarnargarðinn

Málsnúmer 201504030

Fyrir liggur tillaga að skipulagi sex körfu frisbívallar í Tjarnargarðinum, unnin af Sigurjóni Magnússyni.

Íþrótta og tómstundanefnd líst vel á skipulag frisbívallar samkvæmt fyrirliggjandi teikningu og samþykkir fyrir sitt leyti að völlurinn verði settur upp í Tjarnargarðinum í samræmi við hana.

Heildarkostnaður er áætlaður kr. 700.000 með uppsetningu og merkingum. Nú þegar hafa borist vilyrði fyrir styrkjum til verkefnisins að fjárhæð kr. 400.000. Reynt verði að afla frekari styrkja til verkefnisins. Íþrótta og tómstundanefnd samþykkir að allt að kr. 200.000 verði tekið af lið 06.89 til verkefnisins.

Íþrótta og tómstundanefnd óskar eftir því að umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykki staðsetninguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Styrkjakerfi Erasmus+

Málsnúmer 201505008

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 2. maí 2015, frá Draumey Ósk Ómarsdóttur, f.h. Póllandsfara 2015, þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að Samtök sveitafélaga á Austurlandi geri athugasemdir við þær breytingar sem gerðar hafa verið á styrktarkerfi Erasmus+ sem er mennta- æskulýðs- og íþróttaáætlun ESB. Einnig er óskað eftir styrk vegna 10 ungmenna af Austurlandi til ungmennaskipta sem fram fara í ágúst á þessu ári í Póllandi á vegum Æskulýðssambands kirkjunnar á Austurlandi, EJR í Þýskalandi og lúthersku kirkjunnar í Póllandi.

Íþrótta- og tómstundanefnd mun koma athugasemdum varðandi þær breytingar á Erasmus+ sem bréfritari gerir grein fyrir, til fulltrúa sveitarfélagsins í stjórn SSA.

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 35.000 sem tekið verði af lið 06.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Þinggerð, ársreikningur, fjárhagsáætlun og skýrsla stjórnar frá Sambandsþingi UÍA 11. apríl 2015

Málsnúmer 201505101

Fyrir liggur til kynningar þinggerð, ársreikningur, fjárhagsáætlun og skýrsla stjórnar frá Sambandsþingi UÍA 11. apríl 2015.

Lagt fram til kynningar.

5.Heilsuefling Heilsurækt vs. Héraðsþrek, samkeppni.

Málsnúmer 201505015

Lagt fram opið bréf frá Fjólu M. Hrafnkelsdóttur til bæjarstjórnar varðandi samkeppnisrekstur á Fljótsdalshéraði.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 11. maí 2015 að óska eftir umsögn íþrótta- og tómstundanefndar og forstöðumanns íþróttamiðstöðvar um erindið og þær spurningar sem þar eru settar fram. Að þeim upplýsingum fengnum mun bæjarráð svara bréfritara.

Íþrótta- og tómstundanefnd fór yfir erindið og gögn og upplýsingar sem aflað hefur verið vegna þess. Eftir umræður er starfsmanni falið að gera minnisblað og leggja fyrir bæjarráð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Frístundastarf, skólagarðar og smíðavöllur

Málsnúmer 201505002

Fyrir liggja tillögur tómstunda- og forvarnafulltrúa um dagskrá og skipulag frístundastarfs, skólagarða og smíðavallar á vegum sveitarfélagsins.

Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að verkefnið verði sett af stað í sumar, fáist starfsmaður til að stýra því. Rætt verði við umhverfis og framkvæmdasvið um nánari útfærslu og fjármögnun verkefnisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:45.