Lagður fram tölvupóstur frá Draumey Ósk Ómarsdóttur f.h.væntanlegra Póllandsfara 2015 vegna breytinga sem gerðar hafa verið á styrktarkerfi Erasmus + verkefninu, ásamt beiðni um styrk.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til íþrótta- og tómstundanefndar til afgreiðslu.
Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 2. maí 2015, frá Draumey Ósk Ómarsdóttur, f.h. Póllandsfara 2015, þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að Samtök sveitafélaga á Austurlandi geri athugasemdir við þær breytingar sem gerðar hafa verið á styrktarkerfi Erasmus+ sem er mennta- æskulýðs- og íþróttaáætlun ESB. Einnig er óskað eftir styrk vegna 10 ungmenna af Austurlandi til ungmennaskipta sem fram fara í ágúst á þessu ári í Póllandi á vegum Æskulýðssambands kirkjunnar á Austurlandi, EJR í Þýskalandi og lúthersku kirkjunnar í Póllandi.
Íþrótta- og tómstundanefnd mun koma athugasemdum varðandi þær breytingar á Erasmus+ sem bréfritari gerir grein fyrir, til fulltrúa sveitarfélagsins í stjórn SSA.
Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 35.000 sem tekið verði af lið 06.89.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til íþrótta- og tómstundanefndar til afgreiðslu.