Styrkjakerfi Erasmus

Málsnúmer 201505008

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 295. fundur - 11.05.2015

Lagður fram tölvupóstur frá Draumey Ósk Ómarsdóttur f.h.væntanlegra Póllandsfara 2015 vegna breytinga sem gerðar hafa verið á styrktarkerfi Erasmus + verkefninu, ásamt beiðni um styrk.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til íþrótta- og tómstundanefndar til afgreiðslu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 12. fundur - 27.05.2015

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 2. maí 2015, frá Draumey Ósk Ómarsdóttur, f.h. Póllandsfara 2015, þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að Samtök sveitafélaga á Austurlandi geri athugasemdir við þær breytingar sem gerðar hafa verið á styrktarkerfi Erasmus+ sem er mennta- æskulýðs- og íþróttaáætlun ESB. Einnig er óskað eftir styrk vegna 10 ungmenna af Austurlandi til ungmennaskipta sem fram fara í ágúst á þessu ári í Póllandi á vegum Æskulýðssambands kirkjunnar á Austurlandi, EJR í Þýskalandi og lúthersku kirkjunnar í Póllandi.

Íþrótta- og tómstundanefnd mun koma athugasemdum varðandi þær breytingar á Erasmus+ sem bréfritari gerir grein fyrir, til fulltrúa sveitarfélagsins í stjórn SSA.

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 35.000 sem tekið verði af lið 06.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 218. fundur - 03.06.2015

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.