Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

295. fundur 11. maí 2015 kl. 09:00 - 13:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007

Lögð fram til kynningar greinargerð starfshóps um íbúðarhúsnæði sveitarfélagsins, en hún kemur síðan fyrir bæjarstjórn að lokinni umfjöllun umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir fyrirhugaðir heimsókn og fundum bæjarráðs með formanni fjárlaganefndar föstudaginn 15. maí.

Lagt fram til kynningar upplýsingabréf frá Alcoa Fjarðaráli, um rekstur fyrirtækisins árið 2014 og fl.

Umfjöllun um tölvumál frestað til næsta fundar.

2.Fundargerðir Ársala bs. 2015

Málsnúmer 201501268

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir málið og útskýrði leigusamninga milli HSA og Ársala vegna íbúða í Lagarási 17 og Hamragerði og væntanleg makaskipti á eignarhlutum á húsnæði í Lagarási 17.

Fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti.

3.Fundargerð aðalfundar Brunavarna á Austurlandi 2015

Málsnúmer 201505016

Fundargerð aðalfundar Brunavarna á Austurlandi frá 29.04. 2015 lögð fram til kynningar.

4.Hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna

Málsnúmer 201408045

Rætt um fyrirhuguð hátíðahöld 19. júní, í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um fyrirhugaða dagskrá á Fljótsdalshéraði. Málið verður aftur tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.

5.Fjarvarmaveitan á Eiðum

Málsnúmer 201504091

Ómar Þröstur Björgólfsson umhverfis- og skipulagsfulltrúi mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir málið og upplýsingar frá ýmsum vinnufundum um það.

Bæjarráð stendur við fyrri ákvörðun bæjarstjórnar frá 19.03. 2014, um að hætta rekstri fjarvarmaveitu á Eiðum. Bæjarráð samþykkir þó að fresta gildistölu þeirrar ákvörðunar allt til áramóta 2015 og 2016. Bæjarstóra falið að kalla til fundar með íbúum þeirra húsa sem tengjast veitunni og fara þar yfir nýjar upplýsingar varðandi málið.
Jafnframt samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að láta endurskoða og uppfæra gjaldskrá fjarvarmaveitunnar þann tíma sem eftir er af rekstri hennar.

6.Heilsuefling Heilsurækt vs. Héraðsþrek, samkeppni.

Málsnúmer 201505015

Lagt fram opið bréf frá Fjólu M. Hrafnkelsdóttur til bæjarstjórnar varðandi samkeppnisrekstur á Fljótsdalshéraði.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn íþrótta- og tómstundanefndar og forstöðumanns íþróttamiðstöðvar um erindið og þær spurningar sem þar eru settar fram. Að þeim upplýsingum fengnum mun bæjarráð svara bréfritara.

7.Styrkjakerfi Erasmus

Málsnúmer 201505008

Lagður fram tölvupóstur frá Draumey Ósk Ómarsdóttur f.h.væntanlegra Póllandsfara 2015 vegna breytinga sem gerðar hafa verið á styrktarkerfi Erasmus + verkefninu, ásamt beiðni um styrk.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til íþrótta- og tómstundanefndar til afgreiðslu.

8.Heimasíða Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201505018

Haddur Áslaugsson umsjónarmaður tölvumála mætti á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir verðtilboðum sem borist hafa í gerð nýrrar heimasíðu fyrir sveitarfélagið og mati sínu á kostum og göllum þeirra.

Málið er í vinnslu og bæjarstjóra og skrifstofustjóra, í samráði við umsjónarmann tölvumála, falið að afla frekari gagna.

9.Ársfundur Austurbrúar ses.2015

Málsnúmer 201505021

Bæjarráð samþykkir að veita Birni Ingimarssyni bæjarstjóra umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum, sem halinn verður 19. maí nk. Varamaður hans verði Sigrún Blöndal.
Bæjarráð vekur athygli á því að öllum er heimilt að sitja fundinn og hvetur bæjarfulltrúa til að nýta sér það.

10.Umsagnir um frumvörp frá Sambandi ísl. sveitarfélaga.

Málsnúmer 201505011

Lagðar fram til kynningar umsagnir Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um vexti og verðtryggingu og frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð.

11.Frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli

Málsnúmer 201505023

Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dags. 6. maí 2015, með beiðni um umsögn.

Bæjarráð telur að mikilvægt sé að skipulagsvald sveitarfélaga sé almennt virt. Þó telur bæjarráð að uppi séu og geti verið aðstæður sem réttlæta inngrip stjórnvalda landsins alls í ákveðnar skipulagsáætlanir. Um slíkt eru þó nokkur dæmi. Í ljósi mikilvægis Reykjavíkurflugvallar fyrir landið allt telur bæjarráð að eðlilegt sé að ríkisvaldið hlutist sérstaklega til um skipulag flugvallarins og styður því frumvarpið.
Bæjarráð bendir þó jafnframt á að eðlilegt getur talist að sett sé sérstök löggjöf um alþjóðaflugvelli á landinu þar sem meðal annars er tekið á skipulagsmálum þeirra valla með hagsmuni landsins alls að leiðarljósi.

12.Tillaga til þingsályktunar um undirbúning að gerð þjóðhagsáætlana til langs tíma

Málsnúmer 201505050

Bæjarráð mun ekki gera umsögn um málið.
Til fundar mættu kl. 11 Inger L. Jónsdóttir lögreglustjóri á Austurlandi ásamt Jónasi Vilhelmssyni og Elvari Óskarssyni, starfsmönnum embættisins, til að fara yfir nýtt fyrirkomulag í löggæslumálum í umdæminu. Einnig var farið yfir fjölmörg mál sem varða löggæslu, öryggismál og þjónustu við íbúa svæðisins.

Fundi slitið - kl. 13:15.