Fjarvarmaveitan á Eiðum

Málsnúmer 201504091

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 293. fundur - 27.04.2015

Lagður fram undirskriftalisti íbúa á Eiðum þar sem farið er fram á að bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs falli frá fyrri ákvörðun um að leggja fjarvarmaveituna niður.

Bæjarráð samþykkir að fresta umfjöllun og umræðu um þennan lið, þar sem aðilar sem áttu að fjalla um málið komust ekki á fundinn.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 294. fundur - 04.05.2015

Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að skipulags og byggingarfulltrúi og formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar komi á næsta fund bæjarráðs og geri betur grein fyrir málinu og þeim gögnum sem fyrir liggja.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 295. fundur - 11.05.2015

Ómar Þröstur Björgólfsson umhverfis- og skipulagsfulltrúi mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir málið og upplýsingar frá ýmsum vinnufundum um það.

Bæjarráð stendur við fyrri ákvörðun bæjarstjórnar frá 19.03. 2014, um að hætta rekstri fjarvarmaveitu á Eiðum. Bæjarráð samþykkir þó að fresta gildistölu þeirrar ákvörðunar allt til áramóta 2015 og 2016. Bæjarstóra falið að kalla til fundar með íbúum þeirra húsa sem tengjast veitunni og fara þar yfir nýjar upplýsingar varðandi málið.
Jafnframt samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að láta endurskoða og uppfæra gjaldskrá fjarvarmaveitunnar þann tíma sem eftir er af rekstri hennar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 217. fundur - 20.05.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs um að láta endurskoða og uppfæra gjaldskrá fjarvarmaveitu á Eiðum.
Að öðru leyti er afgreiðslu málsins frestað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 296. fundur - 26.05.2015

Málið var áður tekið fyrir á fundi bæjarráðs 11. maí 2015 en afgreiðslu hluta þess frestað á fundi bæjarstjórnar 20. maí 2015.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundi með fulltrúum notenda fjarvarmaveitunnar sem haldinn var 21. maí s.l.

Bæjarráð samþykkir að taka til endurskoðunar fyrri ákvörðun um lokun fjarvarmaveitunnar um næstu áramót.
Samþykkt er að veita notendum frest til 12. júní 2015 til þess að koma á framfæri formlegum athugasemdum sínum vegna áforma um mögulega lokun veitunnar um næstu áramót.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 218. fundur - 03.06.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að taka til endurskoðunar fyrri ákvörðun um lokun fjarvarmaveitunnar um næstu áramót.
Samþykkt er að veita notendum frest til 12. júní 2015 til þess að koma á framfæri formlegum athugasemdum sínum vegna áforma um mögulega lokun veitunnar um næstu áramót.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 300. fundur - 22.06.2015

Lagt fram bréf frá Þórhalli Pálssyni, dags. 12. júní 2015 og tölvupóstur frá Ingólfi O. Georgssyni, varðandi fjarvarmaveituna.

Bæjarráð samþykkir að fresta endanlegri ákvörðun í málinu til hausts, þó ekki lengur en til loka september , meðan frekari gagna er aflað og mál sem tengjast rekstri veitunnar skýrast betur.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 220. fundur - 01.07.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fresta endanlegri ákvörðun í málinu til hausts, þó ekki lengur en til loka september, meðan frekari gagna er aflað og mál sem tengjast rekstri veitunnar skýrast betur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 329. fundur - 08.02.2016

Bæjarráð samþykkir að framfylgt verði ákvörðun bæjarstjórnar um að loka fjarvarmaveitunni á Eiðum, þar sem fyrir liggur kauptilboð í húsnæði bæarnaskólans, en þar er búnaður fjarvarmaveitunnar.
Bæjarstjóra falið að láta undirbúa framkvæmd málsins og kana hjá lögmanni sveitarfélagsins hverjar séu skyldur sveitarfélagsins, gagnvart eigendum þeirra fasteinga, sem tengjast fjarvarmaveitunni í dag.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 232. fundur - 17.02.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn samþykkir að framfylgt verði fyrri ákvörðun bæjarstjórnar um að loka fjarvarmaveitunni á Eiðum, þar sem fyrir liggur kauptilboð í húsnæði barnaskólans, en í því húsnæði er búnaður fjarvarmaveitunnar.
Bæjarstjóra falið að láta undirbúa framkvæmd málsins og kanna hjá lögmanni sveitarfélagsins hverjar séu skyldur sveitarfélagsins, gagnvart eigendum þeirra fasteigna, sem tengjast fjarvarmaveitunni í dag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 343. fundur - 30.05.2016

Lögð fram fundargerð með húseigendum á Eiðum frá 26.05. 2016.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá samningum vegna lokunar fjarvarmaveitunnar, á grundvelli fyrirliggjandi draga að samkomulagi.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 239. fundur - 01.06.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að ganga frá samningum vegna lokunar fjarvarmaveitunnar, á grundvelli fyrirliggjandi draga að samkomulagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.