Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

293. fundur 27. apríl 2015 kl. 08:00 - 11:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Til fundarins mættu undir þessum lið Magnús Ásmundsson, Hafsteinn Jónasson og Þröstur Stefánsson frá körfuknattleiksdeild Hattar til að ræða viðhald á gólfi íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðunum og útikörfuboltavöll í stað þess sem fór undir leiksvæði við Egilsstaðaskóla.
Bæjarráð beinir því til umhverfis- og framkvæmdanefndar að taka þessi erindi til skoðunar nú í maí, þegar nefndin skilar sínum tillögum að rammafjárhagsáætlun 2016. Jafnframt verði nýframkvæmdir ársins 2016 settar upp í rammaáætlun.

2.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2015

Málsnúmer 201501132

Fundargerð 20. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga lögð fram til kynningar, ásamt ársreikningi fyrir árið 2014. Ekki eru gerðar neinar athugasemdir við drög að ársreikningi.

3.Fjarvarmaveitan á Eiðum

Málsnúmer 201504091

Lagður fram undirskriftalisti íbúa á Eiðum þar sem farið er fram á að bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs falli frá fyrri ákvörðun um að leggja fjarvarmaveituna niður.

Bæjarráð samþykkir að fresta umfjöllun og umræðu um þennan lið, þar sem aðilar sem áttu að fjalla um málið komust ekki á fundinn.

4.Endurskoðun kosningalaga

Málsnúmer 201504071

Lagður fram til kynningar. tölvupóstur frá Magnúsi Karel Hannessyni hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 16. apríl 2015, með tengli inn á vefslóð Alþingis um endurskoðun kosningalaga.

5.Úttekt á skólastarfi á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201411048

Síðastliðinn föstudag kynntu starfsmenn Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri niðurstöður sínar úr skýrslu um úttekt á grunn- og tónlistarskólum á Fljótsdalshéraði, fyrir bæjarfulltrúum, fulltrúum í fræðslunefnd og skólastjórnendum.

Bæjarráð samþykkir að vísa skýrslunni til stjórnenda viðkomandi skóla og fræðslunefndar og þeim verði gefinn kostur á að koma á framfæri spurningum til skýrsluhöfunda, enda berist þær fyrir 6. maí n.k. Fræðslufulltrúa falið að taka við spurningunum og koma þeim til skýrsluhöfunda. Að þeim svörum fengnum, er skýrslunni, ásamt svörum við spurningum, vísað til fræðslunefndar til umfjöllunar.

6.Tjarnarland, urðunarstaður 2015

Málsnúmer 201501124

Bæjarstóri greindi frá fundi með fulltrúum Seyðisfjarðarkaupstaðar og viðræðum sínum við oddvita Fljótsdalshrepps, en bæði sveitarfélögin hafa sýnt áhuga á því að vera með í útboðsferli varðandi sorphirðingu og rekstur gámasvæða.
Bæjarráð gerir það að tillögu sinni að kostnaði við útboðsgerð verið skipt niður á sveitarfélögin út frá höfðatölu.

7.Umferð langferðabifreiða í miðbæ Egilsstaða

Málsnúmer 201504112

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi þar sem óskað er eftir afstöðu bæjaryfirvalda á Fljótsdalshéraði varðandi stoppistöð fyrir langferðabifreiðar í miðbæ Egilsstaða.

Bæjarráð gerir ráð fyrir aðstöðu fyrir langferðabifreiðar á bílastæði við Kaupvang 17, en þar er sveitarfélagið að byggja upp salernisaðstöðu og bílastæði samkvæmt tilmælum þjónustuaðila í miðbænum.

8.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2015

Málsnúmer 201501262

Lögð fram drög að starfsáætlun bæjarráðs fyrir málaflokk 21.
Bæjarráð samþykkir að fara betur yfir drögin og draga þau saman í styttri útgáfu til kynningar í bæjarstjórn.

9.Uppbygging ljósleiðaravæðingar

Málsnúmer 201504114

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 24. apríl 2015, um fyrirhugaða ljósleiðaravæðingu á Austurlandi.

Bæjarráð telur æskilegt að ljósleiðaravæðing Austurlands verði unnin í samstarfi sveitarfélaga á svæðinu, en telur þó að í ljósi þess að aðstæður sveitarfélaga eru nokkuð ólíkar og ólík vandamál sem þarf að takast á við, sé nauðsynlegt að hvert sveitarfélag fyrir sig vinni ákveðna grunnvinnu, áður en til samhæfingar kemur.
Bæjarráð hvetur sveitarfélög á Austurlandi til að hefja slíka vinnu sem fyrst.

Fundi slitið - kl. 11:30.