Umferð langferðabifreiða í miðbæ Egilsstaða

Málsnúmer 201504112

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 293. fundur - 27.04.2015

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi þar sem óskað er eftir afstöðu bæjaryfirvalda á Fljótsdalshéraði varðandi stoppistöð fyrir langferðabifreiðar í miðbæ Egilsstaða.

Bæjarráð gerir ráð fyrir aðstöðu fyrir langferðabifreiðar á bílastæði við Kaupvang 17, en þar er sveitarfélagið að byggja upp salernisaðstöðu og bílastæði samkvæmt tilmælum þjónustuaðila í miðbænum.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 216. fundur - 06.05.2015

Í bæjarráði var lagður fram tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi þar sem óskað er eftir afstöðu bæjaryfirvalda á Fljótsdalshéraði varðandi stoppistöð fyrir hópbifreiðar í miðbæ Egilsstaða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fljótsdalshérað gerir ráð fyrir aðstöðu fyrir hópbifreiðar á bílastæði við Kaupvang 17, en þar er sveitarfélagið að byggja upp salernisaðstöðu og bílastæði samkvæmt tilmælum þjónustuaðila í miðbæ Egilsstaða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.