Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 24. apríl 2015, um fyrirhugaða ljósleiðaravæðingu á Austurlandi.
Bæjarráð telur æskilegt að ljósleiðaravæðing Austurlands verði unnin í samstarfi sveitarfélaga á svæðinu, en telur þó að í ljósi þess að aðstæður sveitarfélaga eru nokkuð ólíkar og ólík vandamál sem þarf að takast á við, sé nauðsynlegt að hvert sveitarfélag fyrir sig vinni ákveðna grunnvinnu, áður en til samhæfingar kemur. Bæjarráð hvetur sveitarfélög á Austurlandi til að hefja slíka vinnu sem fyrst.
Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 24. apríl 2015, um fyrirhugaða ljósleiðaravæðingu á Austurlandi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og telur æskilegt að ljósleiðaravæðing Austurlands verði unnin í samstarfi sveitarfélaga á svæðinu, en telur þó að í ljósi þess að aðstæður sveitarfélaga eru nokkuð ólíkar og ólík vandamál sem þarf að takast á við, sé nauðsynlegt að hvert sveitarfélag fyrir sig vinni ákveðna grunnvinnu, áður en til samhæfingar kemur. Bæjarstjórn hvetur sveitarfélög á Austurlandi til að hefja slíka vinnu sem fyrst.
Eyjólfur Jóhannsson frá Rafey mætti á fundinn og fór yfir þá möguleika sem hann hefur skoðað á því að koma upp á skömmum tíma netsambandi (örbylgjusambandi) um dreifbýli Fljótsdalshéraðs, sem gæfi mun öflugra og tryggara samband en núverandi örbylgjukerfi hefur verið að gefa. Málið er að öðru leyti áfram í vinnslu.
Lagt fram bréf frá Póst- og fjarskiptastofnun, dags. 3. júní, um ljósleiðaravæðingu og fjarskipti í dreifbýli á Fljótsdalshéraði. Í framhaldi af því er skrifstofustjóra og umsjónarmanni tölvumála falið að senda sem fyrst fyrirspurnir til Fjarskiptasjóðs, s.b.r. ábendingar í bréfi Póst- og fjarskiptastofnunnar.
Lagður fram tölvupóstur frá innanríkisráðuneytinu dagsettur 23. júní 2015, svör við fyrirspurnum um uppbyggingu ljósleiðaraaðgangs.
Bæjarráð telur að bætt fjarskiptasamband sé eitt af brýnustu atriðum varðandi bætt búsetuskilyrði í dreifðum byggðum sveitarfélagsins. Því telur bæjarráð að strax verði að bregðast við og endurbæta fjarskiptasambandið. Bæjarráð telur að varanleg lausn fáist ekki fyrr en lokið hefur verið við að ljósleiðaravæða sveitarfélagið allt og telur bæjarráð að stefna eigi að því marki. Í ljósi þess að því verkefni verður tæpast lokið innan 5 ára, telur bæjarráð hins vegar rétt að bregðast við núverandi vanda með því að koma upp öflugra og stöðugra örbylgjusambandi en nú er, sem nái til alls dreifbýlisins. Fyrir liggur áætlun frá Rafey um slíkt verefni sumarið 2015 og samþykkir bæjarráð samhljóða að fela bæjarstjóra að ganga til samningaviðræðna um aðkomu sveitarfélagsins að því verkefni.
Bæjarráð telur mikilvægt að þau tækifæri sem bjóðast til að útvíkka ljósleiðaranet innan sveitarfélagsins, td. samhliða öðrum lagnaframkvæmdum, séu nýtt af starfandi fjarskiptafyrirtækjum. Sveitarfélagið mun beita sér fyrir því að upplýsingar um slík tækifæri séu kynnt fyrir þeim fyrirtækjum.
Í bæjarráði 29. júní var lagður fram tölvupóstur frá innanríkisráðuneytinu dagsettur 23. júní 2015, svör við fyrirspurnum um uppbyggingu ljósleiðaraaðgangs.
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og telur að bætt fjarskiptasamband sé eitt af brýnustu atriðum varðandi bætt búsetuskilyrði í dreifðum byggðum sveitarfélagsins. Því telur bæjarstjórn að strax verði að bregðast við og endurbæta fjarskiptasambandið. Bæjarstjórn telur að varanleg lausn fáist ekki fyrr en lokið hefur verið við að ljósleiðaravæða sveitarfélagið allt og telur bæjarstjórn að stefna eigi að því marki. Í ljósi þess að því verkefni verður tæpast lokið innan 5 ára, telur bæjarstjórn hins vegar rétt að bregðast við núverandi vanda með því að koma upp öflugra og stöðugra örbylgjusambandi en nú er, sem nái til alls dreifbýlisins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Fyrir liggur áætlun frá Rafey um slíkt verkefni sumarið 2015 og samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að ganga til samningaviðræðna um aðkomu sveitarfélagsins að því verkefni.
Jafnframt felur bæjarstjórn bæjarstjóra að sækja um styrk til Fjarskiptasjóðs vegna verkefnisins.
Bæjarstjórn telur mikilvægt að þau tækifæri sem bjóðast til að útvíkka ljósleiðaranet innan sveitarfélagsins, t.d. samhliða öðrum lagnaframkvæmdum, séu nýtt af starfandi fjarskiptafyrirtækjum. Sveitarfélagið mun beita sér fyrir því að upplýsingar um slík tækifæri séu kynnt fyrir þeim fyrirtækjum.
Bæjarráð telur æskilegt að ljósleiðaravæðing Austurlands verði unnin í samstarfi sveitarfélaga á svæðinu, en telur þó að í ljósi þess að aðstæður sveitarfélaga eru nokkuð ólíkar og ólík vandamál sem þarf að takast á við, sé nauðsynlegt að hvert sveitarfélag fyrir sig vinni ákveðna grunnvinnu, áður en til samhæfingar kemur.
Bæjarráð hvetur sveitarfélög á Austurlandi til að hefja slíka vinnu sem fyrst.