Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

297. fundur 01. júní 2015 kl. 08:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Björn Ingimarsson sat fundinn með því að vera í símasambandi við hann frá Reykjavík.

1.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir tölur úr rekstri sveitarfélagsins á árinu.

Erindi skotfélagsins frá síðasta ári, varðandi aðkomu Fljótsdalshéraðs að byggingu brúar á Eyvindará, gengt skotsvæði félagsins.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og fjármálastjóra að ræða framkvæmdina við skotfélagið og aðkomu sveitarfélagsins að kostnaði við brúargerðina. Niðurstaðan verið síðan kynnt bæjarráði.

Rætt um erindi Körfuknattleiksdeildar Hattar varðandi endurnýjun á gólfi íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum. Málið er áfram í vinnslu.

2.Fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201504075Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir þær tillögur sem borist hafa frá nefndum sveitarfélagsins að fjárhagsáætlun næsta árs, en hann er búinn að taka þær saman í eitt heildarskjal.
Eftir kynningu Guðlaugs var samþykkt að fela bæjarstjóra og fjármálastjóra að fara yfir þessi drög og gera á grundvelli þeirra tillögu að rammaáætlun 2016 og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

3.Uppbygging ljósleiðaravæðingar

Málsnúmer 201504114Vakta málsnúmer

Eyjólfur Jóhannsson frá Rafey mætti á fundinn og fór yfir þá möguleika sem hann hefur skoðað á því að koma upp á skömmum tíma netsambandi (örbylgjusambandi) um dreifbýli Fljótsdalshéraðs, sem gæfi mun öflugra og tryggara samband en núverandi örbylgjukerfi hefur verið að gefa.
Málið er að öðru leyti áfram í vinnslu.

4.Heimasíða Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201505018Vakta málsnúmer

Farið yfir þá valkosti sem fyrir liggja og fundi og upplýsingar sem fram hafa komið um málið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Stefnu um gerð nýrrar heimasíðu fyrir Fljótsdalshérað, á grundvelli tilboðs frá fyrirtækinu í verkið.

Tillagan samþykkt með 2 atkvæðum, en 1 var á móti (SBS)
Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun:

Ég tel að ganga eigi til samninga við AN Lausnir um gerð nýrrar heimasíðu. Það tilboð er lægra og að auki tel ég það mikilvægt að sveitarfélagið kaupi þjónustu í heimabyggð þegar hún er í boði á sambærilegum kjörum og annarsstaðar og styðji þannig við uppbyggingu á fjölbreyttri atvinnustarfsemi á svæðinu.

5.Tilkynning um lok verkefnis vegna sölu félagslegra eignar og leiguíbúða á almennum markaði

Málsnúmer 201505174Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.