Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

301. fundur 29. júní 2015 kl. 08:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Björn Ingimarsson var í símasambandi við fundinn frá Akureyri.

1.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur mál tengd rekstri sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar erindi frá Myntu innheimtuþjónustu varðandi innheimtumál. Bæjarráð þakkar erindið, en bendir á að í gildi er þjónustusamningur við Mótus um innheimtumál sveitarfélagsins.

Björn fór yfir viðræður við Íf. Hött, varðandi endurnýjun á gólfi íþróttamiðstöðvarinnar og uppbyggingu á íþróttaaðstöðu.
Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra heimild til að ganga til samningaviðræðna við Íf Hött um uppbyggingu við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum.

Björn fór yfir samþykkt bæjarstjórnar frá síðasta ári um styrk til SKAUST vegna brúargerðar á Eyvindará á móts við aðstöðu skotfélagsins á Þuríðarstöðum. Bæjarráð samþykkir að greiða skotfélaginu út kr. 3. milljónir á þessu ári af umræddum styrk. Fjármálastjóra falið að ganga frá viðauka við fjárhagsáætlun 2015 vegna þessa og leggja fyrir næsta fund.

Farið yfir áhrif á hugsanlegum breytingum reikningsskila vegna meðferðar leigusamninga við ríkið út af hjúkrunarheimilinu. Verður rætt nánar við gerð fjárhagsáætlunar 2016.

2.Fundargerð 190.fundar stjórnar HEF. dagsett 24.júní 2015.

Málsnúmer 201506162

Gunnar Jónsson vék af fundi undir umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Bæjarráð þakkar stjórn HFF og framkvæmdastjóra fyrir mjög upplýsandi vettvangsferð sem bæjarfulltrúum og deildarstjórum var boðið í sl. laugardag.

3.Framtíðarskipulag Hallormsstaðaskóla.

Málsnúmer 201312036

Lögð fram til kynningar fundargerð starfshóps um málefni Hallormstaðaskóla dagsett 23. júní 2015.

Bæjarráð samþykkti drög að samningi við rekstaraðila Hótels á Hallormsstað um sturtuaðstöðu í íþróttahúsinu á Hallormsstað.

Björn kynnti gagntilboð sem gert var vegna sölu á íbúðum í eigu Fljótsdalshrepps og Fljótsdalshéraðs að Fjósakambi 6 a og b. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tilboðið.
Sigrún Blöndal vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

4.Uppbygging ljósleiðaravæðingar

Málsnúmer 201504114

Lagður fram tölvupóstur frá innanríkisráðuneytinu dagsettur 23. júní 2015, svör við fyrirspurnum um uppbyggingu ljósleiðaraaðgangs.

Bæjarráð telur að bætt fjarskiptasamband sé eitt af brýnustu atriðum varðandi bætt búsetuskilyrði í dreifðum byggðum sveitarfélagsins.
Því telur bæjarráð að strax verði að bregðast við og endurbæta fjarskiptasambandið. Bæjarráð telur að varanleg lausn fáist ekki fyrr en lokið hefur verið við að ljósleiðaravæða sveitarfélagið allt og telur bæjarráð að stefna eigi að því marki. Í ljósi þess að því verkefni verður tæpast lokið innan 5 ára, telur bæjarráð hins vegar rétt að bregðast við núverandi vanda með því að koma upp öflugra og stöðugra örbylgjusambandi en nú er, sem nái til alls dreifbýlisins.
Fyrir liggur áætlun frá Rafey um slíkt verefni sumarið 2015 og samþykkir bæjarráð samhljóða að fela
bæjarstjóra að ganga til samningaviðræðna um aðkomu sveitarfélagsins að því verkefni.

Bæjarráð telur mikilvægt að þau tækifæri sem bjóðast til að útvíkka ljósleiðaranet innan sveitarfélagsins, td. samhliða öðrum lagnaframkvæmdum, séu nýtt af starfandi fjarskiptafyrirtækjum. Sveitarfélagið mun beita sér fyrir því að upplýsingar um slík tækifæri séu kynnt fyrir þeim fyrirtækjum.

5.Heilsuefling Heilsurækt vs. Héraðsþrek, samkeppni.

Málsnúmer 201505015

Lagt fram til kynningar drög að svarbréfi varðandi málefni Héraðsþreks.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda bréfið út, með umræddum breytingum.

6.Dyrfjöll - Stórurð - gönguparadís. Staða verkefnisins og næstu skref

Málsnúmer 201408092

Lögð fram greinagerð Óðins Gunnars Óðinssonar varðandi framgang verkefnisins.

Bæjarráð lýsir yfir vilja sínum til þess að verkefnið verði klárað á árunum 2015 - 2016 og felur atvinnu- menningar og íþróttafulltrúa að vinna að samningi við Borgarfjarðarhrepp um framvindu og lok verkefnisins.

7.Flöggun íslenska fánans á fánastöngum í Tjarnargarðinum.

Málsnúmer 201506146

Lögð fram hugmynd að mögulegum dögum og tilefnum sem gætu verið "fánadagar" sveitarfélagsins og hvernig að verkinu yrði staðið. Þar er fyrst og fremst verið að horfa til fánastanganna sem staðsettar eru í Tjarnargarðinum.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og skrifstofustjóra að útfæra hugmyndina frekar og leggja hana síðar fyrir bæjarráð.

8.Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja 2015

Málsnúmer 201504085

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

9.Síma/internetmál í þéttbýli.

Málsnúmer 201506148

Lagður fram tölvupóstur frá Birni Ingvarssyni dagsettur 23. júní 2015, þar sem er kvartað yfir lélegri þjónustu hjá Símanum og Mílu á internetsamband á Egilsstöðum.

Bæjarráð tekur undir með bréfritara og telur ástand fjarskiptatenginga víða í þéttbýlinu óásættanlegt. Í ljósi fjölmargra kvartana sem borost hafa sveitarfélaginu er jafnframt ljóst að þjónustu fjarskiptafyrirtækja á svæðinu er stórlega ábótavant. Snýr það ekki síst að þeirri staðreynd að allar beiðnir um þjónustu þurfa að fara í gegn um flókin ferli hjá nokkrum fyrirtækjum, áður en þjónusta er veitt.

Bæjarráð leggur mikla áherslu á að Míla klári strax þau verkefni í þéttbýlinu á Fljótsdalshéraði, sem fyrirheit hafa verið gefin um á árinu 2015.

10.Íbúðalánasjóður: Sala eignasafna

Málsnúmer 201411020

Bæjarráð undrast mjög þá tregðu sem virðist vera hjá Íbúðarlánasjóði við að koma óráðstöfuðum eignum á Egilsstöðum í sölu eða leigu. Nú þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði, er hart til þess að vita að þarna standa enn nokkrar íbúðir tómar sem Íbúðarlánasjóður setur ekki út á markað. Bæjarráð hvetur Íbúðalánasjóð til að koma umræddum eignum sem fyrst út á sölu- og leigumarkað til fullrar nýtingar.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að hafa samband við Íbúðarlánasjóð og óska eftir því að fasteignir í þeirra eigu á Egilsstöðum verði auglýstar til sölu, eða leigu.

11.Fundir Bæjarráðs í sumarleyfi Bæjarstjórnar 2015.

Málsnúmer 201506160

Farið yfir fundi bæjarráðs þann tíma sem bæjarstjórn er í sumarleyfi, eða frá 2. júlí til 19. ágúst.

Bæjarráð samþykkir að fella niður fundi bæjarráðs 6. og 20. júlí, auk þess sem ekki verður fundað á frídegi verslunarmanna 3. ágúst. Bæjarráð mun þó verða kallað til fleiri funda komi upp áríðandi mál sem þarfnast skjótra viðbragða.

12.Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2015.

Málsnúmer 201506170

Lögð fram til kynningar drög að dagskrá aðalfundar SSA 2. og 3. október nk.
Í lok fundar kom Eyrún Arnardóttir, fulltrúi í samráðshópi um innanlandsflugvelli (en sá samráðshópur starfaði með svokallaðri Rögnunefnd)
til að ræða málefni Reykjavíkurflugvallar.

Fundi slitið - kl. 11:00.