Síma/internetmál í þéttbýli.

Málsnúmer 201506148

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 301. fundur - 29.06.2015

Lagður fram tölvupóstur frá Birni Ingvarssyni dagsettur 23. júní 2015, þar sem er kvartað yfir lélegri þjónustu hjá Símanum og Mílu á internetsamband á Egilsstöðum.

Bæjarráð tekur undir með bréfritara og telur ástand fjarskiptatenginga víða í þéttbýlinu óásættanlegt. Í ljósi fjölmargra kvartana sem borost hafa sveitarfélaginu er jafnframt ljóst að þjónustu fjarskiptafyrirtækja á svæðinu er stórlega ábótavant. Snýr það ekki síst að þeirri staðreynd að allar beiðnir um þjónustu þurfa að fara í gegn um flókin ferli hjá nokkrum fyrirtækjum, áður en þjónusta er veitt.

Bæjarráð leggur mikla áherslu á að Míla klári strax þau verkefni í þéttbýlinu á Fljótsdalshéraði, sem fyrirheit hafa verið gefin um á árinu 2015.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 220. fundur - 01.07.2015

Lagður fram tölvupóstur frá Birni Ingvarssyni dagsettur 23. júní 2015, þar sem er kvartað yfir lélegri þjónustu hjá Símanum og Mílu á internetsambandi á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bréfritara og telur ástand fjarskiptatenginga víða í þéttbýlinu óásættanlegt. Í ljósi fjölmargra kvartana sem borist hafa sveitarfélaginu er jafnframt ljóst að þjónustu fjarskiptafyrirtækja á svæðinu er stórlega ábótavant. Snýr það ekki síst að þeirri staðreynd að allar beiðnir um þjónustu þurfa að fara í gegnum flókin ferli hjá nokkrum fyrirtækjum, áður en þjónusta er veitt.

Bæjarstjórn leggur mikla áherslu á að Míla ljúki strax þeim verkefnum í þéttbýlinu á Fljótsdalshéraði, sem fyrirheit hafa verið gefin um á árinu 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 302. fundur - 13.07.2015

Lagt fram bréf frá Mílu, dags. 03.07.2015, þar sem svarað er fyrirspurn varðandi net- og símasamband í þéttbýli á Fljótsdalshéraði.

Fram kemur í svarbréfi Mílu m.a. að áætlaðar eru frekari framkvæmdir við ljósveituvæðingu á Egilsstöðum um miðjan september 2015.