Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

302. fundur 13. júlí 2015 kl. 09:00 - 12:17 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Gunnhildur Ingvarsdóttir 1. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri

1.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkra liði tengda fjármálum á yfirstandandi ári.

Fjármálastjóri vakti athygli á niðurstöðum endurskoðunar á því starfsmatskerfi sem myndar grunn að launaröðun almennra starfsmanna sveitarfélaga, en við síðustu kjarasamningagerð var ákveðið að slík endurskoðun skyldi fara fram. Fyrir stofnanir Fljótsdalshéraðs leiðir þessi breyting til launaleiðréttingar vegna tímabilsins frá 1. maí 2014 sem nemur um kr. 21.000.000.

Bæjarstjóri og fjármálastjóri kynntu samning við Skotfélag Austurlands vegna brúargerðar yfir Eyvindará við aðstöðu félagsins á Þuríðarstöðum, sem byggir á samþykkt bæjarstjórnar frá fyrri hluta árs 2014. Samkvæmt samningnum mun Fljótsdalshérað styrkja Skotfélagið um allt að 50% af áætluðum kostnaði við framkvæmdina, á árinu 2015 kr. 3.000.000,- (sjá nánar undir dagskrárlið 2) og á árinu 2016 að hámarki kr. 1.500.000,-. Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu framlögð samningsdrög og veitir bæjarstjóra umboð til að undirrita samninginn fyrir hönd Fljótsdalshéraðs.

Bæjarstjóri og fjármálastjóri kynntu drög að viljayfirlýsingu Fljótsdalshéraðs og Íþróttafélagsins Hattar varðandi gerð samnings um uppbyggingu við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum auk samningsdraga á milli sömu aðila um uppbyggingu og frágangs gólfefnis í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum. Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að veita bæjarstjóra umboð til að undirrita viljayfirlýsinguna fyrir hönd sveitarfélagsins og felur bæjarstjóra jafnframt að ljúka gerð samnings vegna uppbyggingar og frágangs gólfefnis í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum í samræmi við framlögð drög. Stefnt skal að því undirritaður samningur verði lagður fyrir næsta fund bæjarráðs til staðfestingar.

2.Fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201405038

Guðlaugur Sæbjörnsson lagði fram og kynnti viðauka við fjárhagsáætlun 2015.

Eftirfarandi tillaga að viðauka er sem hér segir:

Framlag til Skíðafélagsins í Stafdal vegna snjótroðara kr. 2.000.000,- verði tekið af lið 08-010 (Álögð sorpgjöld) og fært á lið 06-650 (Skíðafélagið í Stafdal).

Framlag til Skotfélags Austurlands vegna brúargerðar, kr. 3.000.000,-, verði tekið af lið 06-560 (Héraðsþrek) og fært á lið 06-880 (Skotíþróttir).

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

3.Fundur í starfshóp um málefni Hallormsstaðaskóla 3.7.2015

Málsnúmer 201507011

Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundi starfshópsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu starfshópsins samþykkir bæjarráð með handauppréttingu að skóla- og íþróttahúsnæði á Hallormsstað verði komið í sölumeðferð hjá fasteignasölunum Inni og Domus. Bæjarstjóra falið að ganga frá málinu.

Fundargerðin að öðru leyti staðfest.

4.Fundargerðir stjórnar SSA.

Málsnúmer 201507008

Lagðar fram fundargerðir 10., 11. og 12. fundar stjórnar SSA.

5.Fundargerð 829. stjórnarfundar sambands íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer 201507021

Lögð fram fundargerð 829. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201506177

Niðurstaða fundar færð í trúnaðarmálabók.

7.Fundir með sveitarstjórnum á Austurlandi í september

Málsnúmer 201507006

Lagður fram tölvupóstur frá Björgu Björnsdóttur, verkefnisstjóra sveitarstjórnarmála hjá Austurbrú, dags. 02.07.2015, þar sem fram kemur að viðkomandi hefur hug á að eiga fundi með austfirsku sveitarstjórnarfólki dagana 7. september til 18. september.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að leggja til að fundað verði með fulltrúum Fljótsdalshéraðs í tengslum við bæjarstjórnarfund miðvikudaginn 16. september kl. 15:00.

Bæjarstjóra falið að koma tillögu að fundartíma á framfæri við verkefnisstjóra sveitarstjórnarmála.

8.Vindmyllur - skýrsla um kynnisferð til Skotlands.

Málsnúmer 201507007

Lögð fram skýrsla um kynnisferð er sunnlenskir sveitarstjórnarmenn fóru í til Skotlands dagana 16. - 19. mars 2015. Bæjarráð samþykkir samhljóða handauppréttingu að vísa skýrslunni til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd og atvinnu- og menningarnefnd.

9.Til umsagnar 788. mál frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 201507009

Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um húsaleigubætur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að gera ekki athugasemd við framlagt lagafrumvarp.

10.Aðalfundur Vísindagarðsins ehf.

Málsnúmer 201507010

Lagður fram tölvupóstur frá MT Bókhaldi, dags. 03.07.2015, þar sem boðað er til aðalfundar Vísindagarðsins ehf. mánudaginn 20. júlí 2015 kl. 12:00 í fundarsal bæjarstjórnar að Lyngási 12, Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu að Björn Ingimarsson, bæjarstjóri, fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fyrirhuguðum aðalfundi Vísindagarðsins ehf. sem haldinn verður mánudaginn 20. júlí 2015.

11.Umsögn sambandsins um þrjú erindi sem varða undanþágur frá lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða.

Málsnúmer 201507012

Lögð fram umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um þrjú erindi er varða undanþágu frá lágmarksíbúafjölda á þjónustusvæðum skv. lögum um málefni fatlaðs fólks.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu að vísa erindinu til félagsmálanefndar til umfjöllunar.

12.Síma/internetmál í þéttbýli.

Málsnúmer 201506148

Lagt fram bréf frá Mílu, dags. 03.07.2015, þar sem svarað er fyrirspurn varðandi net- og símasamband í þéttbýli á Fljótsdalshéraði.

Fram kemur í svarbréfi Mílu m.a. að áætlaðar eru frekari framkvæmdir við ljósveituvæðingu á Egilsstöðum um miðjan september 2015.

13.Hugsanleg undirskrift þjóðarsáttmála um læsi.

Málsnúmer 201507014

Lagður fram tölvupóstur frá Gylfa Jóni Gylfasyni dags. 06.07.2015, þar sem fram kemur að ráðherra menntamála hefur, á fyrirhugaðri hringferð sinni um landið, hug á að koma til Egilsstaða þriðjudaginn 25. ágúst 2015 kl. 10:00 til að undirrita, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, þjóðarsáttmála um læsi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu að Björn Ingimarsson, bæjarstjóri, undirriti þjóðarsáttmála um læsi fyrir hönd Fljótsdalshéraðs. Lagt er til að athöfnin fari fram í Bókasafni Héraðsbúa.

14.Landsþing jafnréttisnefnda sveitarfélaga 2015.

Málsnúmer 201507020

Lagður fram tölvupóstur, dags. 07.07.2015, frá Bergljótu Þrastardóttur, Jafnréttisstofu, þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til þeirrar hugmyndar að landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga verði haldinn á Fljótsdalshéraði í september 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að fela bæjarstjóra, í samráði við jafnréttisnefnd sveitarfélagsins og Jafnréttisstofu, að afla frekari upplýsinga og undirbúa landsfund jafnréttisnefnda sveitarfélaga á Fljótsdalshéraði í september 2015.

15.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127

Lögð fram drög að samningi á milli Fljótsdalshéraðs og Rafeyjar ehf. um uppbyggingu og rekstur á þráðlausu netkerfi í dreifbýli Fljótsdalshéraðs

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Breyting á viðmiðunarreglum Kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer 201507022

Lagðar fram til kynningar viðmiðunarreglur Kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga um kirkjugarðsstæði og fleira, dags. 1. júlí 2015.

Fundi slitið - kl. 12:17.