Hugsanleg undirskrift þjóðarsáttmála um læsi.

Málsnúmer 201507014

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 302. fundur - 13.07.2015

Lagður fram tölvupóstur frá Gylfa Jóni Gylfasyni dags. 06.07.2015, þar sem fram kemur að ráðherra menntamála hefur, á fyrirhugaðri hringferð sinni um landið, hug á að koma til Egilsstaða þriðjudaginn 25. ágúst 2015 kl. 10:00 til að undirrita, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, þjóðarsáttmála um læsi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu að Björn Ingimarsson, bæjarstjóri, undirriti þjóðarsáttmála um læsi fyrir hönd Fljótsdalshéraðs. Lagt er til að athöfnin fari fram í Bókasafni Héraðsbúa.