Til umræðu er sláttur Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs fyrir eldri borgara og öryrkja.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að endurskoða Starfsreglur um garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
Til umræðu er garðsláttur Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs fyrir eldri borgara og öryrkja. Málið var áður á dagskrá 13.05.2015. Fyrir liggur tillaga um breytingu á starfsreglum um garðslátt eldriborgara og öryrkja.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu.
Til umræðu á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var garðsláttur Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs fyrir eldri borgara og öryrkja. Málið var áður á dagskrá 13.05.2015. Fyrir liggur tillaga um breytingu á starfsreglum um garðslátt eldriborgara og öryrkja.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu að starfsreglum um garðslátt eldriborgara og öryrkja.
Erindi dagsett 10.06.2015 þar sem íbúar að Lagarási 2 mótmæla því, að sveitarfélagið mismuni eldri borgurum með þátttöku í garðslætti á grundvelli þess hvort íbúinn sé í einbýli, raðhúsi eða blokkaríbúð.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd lítur svo á að húsfélög fjöleignahúsa falli ekki undir reglur um garðslátt öryrkja og eldri borgara og á þeim forsendum sé ekki um mismunun að ræða.
Erindi dagsett 10.06. 2015 þar sem íbúar að Lagarási 2 mótmæla því, að sveitarfélagið mismuni eldri borgurum með þátttöku í garðslætti á grundvelli þess hvort íbúinn sé í einbýli, raðhúsi eða blokkaríbúð.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og lítur svo á að húsfélög fjöleignahúsa falli ekki undir reglur um garðslátt öryrkja og eldri borgara og á þeim forsendum sé ekki um mismunun að ræða.
Erindi dagsett 10.06.2015 þar sem íbúar að Miðvangi 22 mótmæla því, að bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs mismuni eldri borgurum með þátttöku í garðslætti á grundvelli þess hvort íbúinn sé í einbýli, raðhúsi eða blokkaríbúð.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd lítur svo á að húsfélög fjöleignahúsa falli ekki undir reglur um garðslátt öryrkja og eldri borgara og á þeim forsendum sé ekki um mismunun að ræða.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að endurskoða Starfsreglur um garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.