Sláttur fyrir eldri borgara og öryrkja 2015

Málsnúmer 201504085

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 24. fundur - 13.05.2015

Til umræðu er sláttur Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs fyrir eldri borgara og öryrkja.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að endurskoða Starfsreglur um garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 25. fundur - 27.05.2015

Til umræðu er garðsláttur Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs fyrir eldri borgara og öryrkja. Málið var áður á dagskrá 13.05.2015.
Fyrir liggur tillaga um breytingu á starfsreglum um garðslátt eldriborgara og öryrkja.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 218. fundur - 03.06.2015

Til umræðu á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var garðsláttur Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs fyrir eldri borgara og öryrkja. Málið var áður á dagskrá 13.05.2015.
Fyrir liggur tillaga um breytingu á starfsreglum um garðslátt eldriborgara og öryrkja.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu að starfsreglum um garðslátt eldriborgara og öryrkja.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 27. fundur - 24.06.2015

Erindi dagsett 10.06.2015 þar sem íbúar að Lagarási 2 mótmæla því, að sveitarfélagið mismuni eldri borgurum með þátttöku í garðslætti á grundvelli þess hvort íbúinn sé í einbýli, raðhúsi eða blokkaríbúð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd lítur svo á að húsfélög fjöleignahúsa falli ekki undir reglur um garðslátt öryrkja og eldri borgara og á þeim forsendum sé ekki um mismunun að ræða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 301. fundur - 29.06.2015

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 220. fundur - 01.07.2015

Vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 220. fundur - 01.07.2015

Erindi dagsett 10.06. 2015 þar sem íbúar að Lagarási 2 mótmæla því, að sveitarfélagið mismuni eldri borgurum með þátttöku í garðslætti á grundvelli þess hvort íbúinn sé í einbýli, raðhúsi eða blokkaríbúð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og lítur svo á að húsfélög fjöleignahúsa falli ekki undir reglur um garðslátt öryrkja og eldri borgara og á þeim forsendum sé ekki um mismunun að ræða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 28. fundur - 29.07.2015

Erindi dagsett 10.06.2015 þar sem íbúar að Miðvangi 22 mótmæla því, að bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs mismuni eldri borgurum með þátttöku í garðslætti á grundvelli þess hvort íbúinn sé í einbýli, raðhúsi eða blokkaríbúð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd lítur svo á að húsfélög fjöleignahúsa falli ekki undir reglur um garðslátt öryrkja og eldri borgara og á þeim forsendum sé ekki um mismunun að ræða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 305. fundur - 10.08.2015

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.