Fundir Bæjarráðs í sumarleyfi Bæjarstjórnar 2015.

Málsnúmer 201506160

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 301. fundur - 29.06.2015

Farið yfir fundi bæjarráðs þann tíma sem bæjarstjórn er í sumarleyfi, eða frá 2. júlí til 19. ágúst.

Bæjarráð samþykkir að fella niður fundi bæjarráðs 6. og 20. júlí, auk þess sem ekki verður fundað á frídegi verslunarmanna 3. ágúst. Bæjarráð mun þó verða kallað til fleiri funda komi upp áríðandi mál sem þarfnast skjótra viðbragða.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 220. fundur - 01.07.2015

Farið yfir fundi bæjarráðs þann tíma sem bæjarstjórn er í sumarleyfi, eða frá 2. júlí til 19. ágúst.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fella niður fundi bæjarráðs 6. og 27. júlí, auk þess sem ekki verður fundað á frídegi verslunarmanna 3. ágúst. Bæjarráð mun þó verða kallað til fleiri funda komi upp áríðandi mál sem þarfnast skjótra viðbragða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.