Heilsuefling Heilsurækt vs. Héraðsþrek, samkeppni.

Málsnúmer 201505015

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 295. fundur - 11.05.2015

Lagt fram opið bréf frá Fjólu M. Hrafnkelsdóttur til bæjarstjórnar varðandi samkeppnisrekstur á Fljótsdalshéraði.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn íþrótta- og tómstundanefndar og forstöðumanns íþróttamiðstöðvar um erindið og þær spurningar sem þar eru settar fram. Að þeim upplýsingum fengnum mun bæjarráð svara bréfritara.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 12. fundur - 27.05.2015

Lagt fram opið bréf frá Fjólu M. Hrafnkelsdóttur til bæjarstjórnar varðandi samkeppnisrekstur á Fljótsdalshéraði.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 11. maí 2015 að óska eftir umsögn íþrótta- og tómstundanefndar og forstöðumanns íþróttamiðstöðvar um erindið og þær spurningar sem þar eru settar fram. Að þeim upplýsingum fengnum mun bæjarráð svara bréfritara.

Íþrótta- og tómstundanefnd fór yfir erindið og gögn og upplýsingar sem aflað hefur verið vegna þess. Eftir umræður er starfsmanni falið að gera minnisblað og leggja fyrir bæjarráð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 300. fundur - 22.06.2015

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá drögum að svarbréfi á grundvelli framlagðra minnispunkta og leggja fram á næsta fundi.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 301. fundur - 29.06.2015

Lagt fram til kynningar drög að svarbréfi varðandi málefni Héraðsþreks.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda bréfið út, með umræddum breytingum.