Dyrfjöll - Stórurð - gönguparadís. Staða verkefnisins og næstu skref

Málsnúmer 201408092

Atvinnu- og menningarnefnd - 2. fundur - 25.08.2014

Fyrir liggja teikningar að þjónustuhúsi, skiltum ofl, en verkefnið er unnið með stuðningi Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.

Lagt fram til kynningar. Málið verður aftur tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Atvinnu- og menningarnefnd - 4. fundur - 22.09.2014

Fyrir liggja teikningar að þjónustuhúsi, skiltum ofl, en verkefnið er unnið með stuðningi Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.

Nefndin leggur til að skoðað verði hvort fjármunir séu fyrir hendi vegna framkvæmda á þessu ári til verkefnisins til að uppfylla skilyrði fyrir styrkveitingu.

Nefnin leggur jafnframt áherslu á að gert verði ráð fyrir fjármunum til verkefnisins á næsta ári. Nefndin leggur auk þess til að aftur verði sótt um styrk til verkefnisins úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 204. fundur - 01.10.2014

Fyrir liggja teikningar að þjónustuhúsi, skiltum ofl, en verkefnið er unnið með stuðningi Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.

Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og leggur til að skoðað verði hvort fjármunir séu fyrir hendi vegna framkvæmda á þessu ári til verkefnisins til að uppfylla skilyrði fyrir styrkveitingu.
Jafnframt er lögð áhersla á að gert verði ráð fyrir fjármunum til verkefnisins á næsta ári. Bæjarstjórn leggur auk þess til að aftur verði sótt um styrk til verkefnisins úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 15. fundur - 09.03.2015

Fyrir liggur bréf, dagsett 20. febrúar 2015, frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, þar sem staðfest er að verkefnið "Dyrfjöll - Stórurð: Gönguparadís til framtíðar" hlaut fimm milljón króna styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Atvinnu- og menningarnefnd fagnar styrkveitingunni. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 213. fundur - 18.03.2015

Fyrir liggur bréf, dagsett 20. febrúar 2015, frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, þar sem staðfest er að verkefnið "Dyrfjöll - Stórurð: Gönguparadís til framtíðar" hlaut fimm milljón króna styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og fagnar styrkveitingunni og vonast til að með henni takist að koma framkvæmdum vel áleiðis á þessu ári.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 26. fundur - 10.06.2015

Til kynningar og umræðu er staða verkefnisins Dyrfjöll-Stórurð-gönguparadís. Atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi kynnir verkefnið.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar fyrir kynninguna.

Nefndin samþykkir að verkið verði unnið samkvæmt áætlun fyrir árið 2015.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 219. fundur - 16.06.2015

Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var til kynningar og umræðu staða verkefnisins Dyrfjöll-Stórurð-gönguparadís. Atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi kynnti verkefnið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að verkið verði unnið samkvæmt áætlun fyrir árið 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 301. fundur - 29.06.2015

Lögð fram greinagerð Óðins Gunnars Óðinssonar varðandi framgang verkefnisins.

Bæjarráð lýsir yfir vilja sínum til þess að verkefnið verði klárað á árunum 2015 - 2016 og felur atvinnu- menningar og íþróttafulltrúa að vinna að samningi við Borgarfjarðarhrepp um framvindu og lok verkefnisins.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 220. fundur - 01.07.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn lýsir yfir vilja sínum til þess að verkefnið verði klárað á árunum 2015 - 2016 og felur atvinnu-, menningar og íþróttafulltrúa að vinna að samningi við Borgarfjarðarhrepp um framvindu og lok verkefnisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.