Atvinnu- og menningarnefnd

2. fundur 25. ágúst 2014 kl. 17:00 - 19:40 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Kristjana Jónsdóttir aðalmaður
  • Alda Ósk Harðardóttir varamaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltúi
Í upphafi fundar bar formaður nefndarinnar upp þá tillögu að inn á fundinn tilnefningu fulltrúa í stjórn Minjasafns Austurlands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014

Málsnúmer 201407076

Fyrir liggur til kynningar, tölvupóstur dagsettur 10. júlí 2014, frá Báru Stefánsdóttur forstöðumanni Héraðsskjalasafns Austfirðinga, þar sem vakin er athygli á Lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014.

Lagt fram til kynningar.

2.Samningur um afurðamiðstöð skógarafurða

Málsnúmer 201408085

Fyrir liggja drög að samningi um afurðamiðstöð skógarafurða á Austurlandi.

Atvinnu og menningarnefnd fagnar verkefninu. Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

3.Dyrfjöll - Stórurð - gönguparadís. Staða verkefnisins og næstu skref

Málsnúmer 201408092

Fyrir liggja teikningar að þjónustuhúsi, skiltum ofl, en verkefnið er unnið með stuðningi Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.

Lagt fram til kynningar. Málið verður aftur tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

4.Hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna

Málsnúmer 201408045

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 13. ágúst 2014, undirritaður af Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, þar sem hvatt er til að bæjar- og sveitarfélög, skólar, stofnanir og söfn minnist 100 ára kosningaréttar kvenna á næsta ári.

Atvinnu- og menningarnefnd hvetur stofnanir sveitarfélagsins til að minnast þeirra merku og mikilvægu tímamóta sem 100 ára kosningaréttur kvenna er og felur starfsmanni að vekja athygli þeirra á málinu. Nefndin mun taka málið upp aftur við gerð fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Sænautasel, samkomulag

Málsnúmer 201408095

Samkomulag við rekstraraðila Sænautasels rennur út á þessu ári.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að ræða við núverandi leigutaka um áframhaldandi leigu á grundvelli núverandi samnings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201408090

Gerð menningarstefnu Fljótsdalshéraðs rædd. Málið verður aftur tekið upp á fundi nefndarinnar í október.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Atvinnustefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201408096

Gerð atvinnustefnu Fljótsdalshéraðs rædd. Málið verður aftur tekið upp á fundi nefndarinnar í október.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2015

Málsnúmer 201406126

Málinu frestað til næsta fundar. Gert ráð fyrir að forstöðumenn stofnana sveitarfélagsins sem heyra undir nefndina mæti á fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Viðhalds- og fjárfestingaverkefni 2015 á sviði menningar- og atvinnumála

Málsnúmer 201408093

Málinu frestað til næsta fundar. Gert ráð fyrir að forstöðumenn stofnana sveitarfélagsins sem heyra undir nefndina mæti á fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Þjónustusamfélagið á Héraði, staðan eftir sumarið

Málsnúmer 201408091

Málinu frestað til næsta fundar. Óskað er eftir að fulltrúar Þjónustusamfélagsins á Héraði mæti á fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Fulltrúar Fljótsdalshéraðs í stjórn Minjasafns Austurlands

Málsnúmer 201408117

Lagt fram til kynningar og formlega afgreitt á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Aðalfundur SSA 2014

Málsnúmer 201408047

Lagður fram tölvupóstur frá Ólafi Áka Ragnarssyni, dags. 11. ágúst 2014 með upplýsingum vegna aðalfundar SSA sem haldinn verður á Vopnafirði dagana 19. og 20. september nk. Þar er óskað eftir ábendingum/tillögum að efni/ályktunum til að leggja fyrir nefndir fundarins.

Á síðasta fundi bæjarráðs var samþykkt að óska eftir ábendingum frá nefndum sveitarfélagsins um málefni sem æskilegt væri að aðalfundur SSA taki afstöðu til.
Tillögur nefndanna verða svo teknar saman af bæjarráði 1. september nk. og þeim komið á framfæri við stjórn SSA.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að á aðalfundi SSA verði fjallað um menningarsamning sveitarfélaga á Austurlandi og ríkisins enda rennur samningurinn út á þessu ári, ríkisútvarpið svæðisútvarp á Austurlandi, fjarskiptamál og bættar síma-, sjónvarps og nettengingar, Vatnajökulsþjóðgarður og efling hans, fjölgun opinberra starfa og bætt þjónusta ríkisstofnana, Egilsstaðaflugvöllur, Lagarfljótsbrú verði sett á samgönguáætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Menningarverðlaun SSA 2014

Málsnúmer 201408046

Fyrir liggur tölvupóstur frá Ólafi Áka Ragnarssyni, dags. 11.ágúst 2014 varðandi tilnefningar til árlegra veitingar menningarverðlauna SSA.

Málinu vísað frá bæjarráði til atvinnu- og menningarmálanefnd um að senda tilnefningar fyrir hönd sveitarfélagsins.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að koma tillögu fundarins á framfæri við bæjarráð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Menningarvika í Runavík: Ósk um listamann

Málsnúmer 201407092

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 8. júlí 2014, undirritaður af Erlu Weihe Johannessen, þar sem óskað er eftir því að Fljótsdalshérað sendi fulltrúa á menningarviku vinabæjarins Runavíkur sem fram fer í október.

Atvinnu og menningarnefnd felur starfsmanni að afgreiða málið í samræmi við tillögur sem gerðar voru á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Styrkumsókn vegna verkefnisins Gelid Phases

Málsnúmer 201408041

Fyrir liggur bréf, undirrituð m.a. af Ragnheiði S. Bjarnason, um styrk til verkefnisins Gelid Phases sem sýnt verður í Sláturhúsinu 21. og 22. ágúst.

Atvinnu og menningarnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Umsókn um styrk vegna æfingaaðstöðu kórsins Héraðsdætra

Málsnúmer 201408050

Fyrir liggur bréf undirritað af Freyju Kristjánsdóttur f.h. Kvennakórs Héraðsdætra með ósk um styrk vegna leigu húsnæðis til kóræfinga.

Málið er í vinnslu.

Guðmundur Sveinsson Kröyer yfirgaf fundinn við afgreiðslu málsins.

17.Beiðni um áframhaldandi stuðning við Leikfélag Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201408086

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 15. ágúst 2014, frá Jörundi Ragnarssyni, þar sem þakkað er fyrir stuðning sveitarfélagsins við Leikfélag Fljótsdalshéraðs, undanfarin ár, um leið og óskað er eftir áframhaldandi stuðningi.

Atvinnu og menningarnefnd þakkar bréfið og lýsir ánægju með öflugt starf leikfélagsins. Málinu að öðru leiti vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:40.