Sænautasel, samkomulag

Málsnúmer 201408095

Atvinnu- og menningarnefnd - 2. fundur - 25.08.2014

Samkomulag við rekstraraðila Sænautasels rennur út á þessu ári.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að ræða við núverandi leigutaka um áframhaldandi leigu á grundvelli núverandi samnings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 8. fundur - 10.11.2014

Fyrir liggja drög að endurnýjuðum samningi við Sænautasel ehf um Sænautasel á Jökuldalsheiði.

Samningsdrögin samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Kristjána Jónsdóttir yfirgaf fundinn undir afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 207. fundur - 19.11.2014

Fyrir liggja drög að endurnýjuðum samningi við Sænautasel ehf. um Sænautasel á Jökuldalsheiði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn samningsdrögin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.