Beiðni um áframhaldandi stuðning við Leikfélag Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201408086

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 2. fundur - 25.08.2014

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 15. ágúst 2014, frá Jörundi Ragnarssyni, þar sem þakkað er fyrir stuðning sveitarfélagsins við Leikfélag Fljótsdalshéraðs, undanfarin ár, um leið og óskað er eftir áframhaldandi stuðningi.

Atvinnu og menningarnefnd þakkar bréfið og lýsir ánægju með öflugt starf leikfélagsins. Málinu að öðru leiti vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.