Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2015

Málsnúmer 201406126

Atvinnu- og menningarnefnd - 1. fundur - 07.07.2014

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2015 sem unnar voru í vor af þáverandi nefndum. Málinu vísað til næsta fundar nefndarinnar.

Lagt fram til kynningar.

Atvinnu- og menningarnefnd - 2. fundur - 25.08.2014

Málinu frestað til næsta fundar. Gert ráð fyrir að forstöðumenn stofnana sveitarfélagsins sem heyra undir nefndina mæti á fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 3. fundur - 08.09.2014

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlunum stofnana sveitarfélagsins sem undir nefndina heyra, frá forstöðumönnum. Auk þess liggja fyrir drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar.
Undir þessum lið mættu Halldór Waren, Unnur Birna Karlsdóttir og Bára Stefánsdóttir.

Í vinnslu og verður aftur tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Atvinnu- og menningarnefnd - 4. fundur - 22.09.2014

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar.
Á fundinn undir þessum lið mætti Jóhanna Hafliðadóttir forstöðumaður Bókasafns Héraðsbúa.


Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að fjárhagsáætlun fyrir 2015 þannig að menningarmál verði kr. 131.301 og að atvinnumál verði kr. 46.019.

Atvinnu- og menningarnefnd vekur athygli á að rafmagns- og hitunarkostnaður vegna félagsheimilisins í gamla barnaskólanum á Eiðum er orðinn töluvert hærri en ráð var fyrir gert á þessu ári. Nefndin áréttar við hússtjórn félagsheimilsins á Eiðum að gera skil á leigutekjum vegna starfseminnar til sveitarfélagsins, eins og önnur félagsheimili. Nefndin felur starfsmanni að fylgja málinu eftir.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að sérstökum fjármunum verði varið til undirbúnings og uppbyggingar Ormsstofu.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur áherslu á að samningur við Þjónustusamfélagið á Héraði verði framlengdur til næstu tveggja ára. Gert verði ráð fyrir fjármunum til verkefnisins á lið 13.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 204. fundur - 01.10.2014

Fjárhagsáætlun nefndarinnar vísað til gerðar fjárhagsáætlunar Fljótsdalshéraðs 2015.

Atvinnu- og menningarnefnd - 5. fundur - 06.10.2014

Lagðar fram breytingar á fjárhagsáætlun nefndarinnar til kynningar og samþykktar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.