Atvinnu- og menningarnefnd

5. fundur 06. október 2014 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson aðalmaður
  • Kristjana Jónsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi
Í upphafi fundar heimsótti nefndin Sláturhúsið, þar sem forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs tók á móti nefndarmönnum og kynnti henni húsið og starfsemina.

1.Fagráð Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201409153

Samkvæmt samþykktum fyrir Menningarmiðstöð Fljótsdalshérað ber atvinnu- og menningarnefnd að tilnefna þrjá fulltrúa í fagráð Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs í samstarfi við forstöðumann menningarmiðstöðvarinnar.

Atvinnu- menningarnefnd felur starfsmanni að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Ársskýrsla 2013 fyrir Bókasafn Héraðsbúa

Málsnúmer 201409107

Fyrir liggur til kynningar ársskýrsla Bókasafns Héraðsbúa fyrir 2013.

3.Litla ljóða hámerin, umsókn um styrk

Málsnúmer 201409152

Fyrir liggur umsókn um styrk frá Litlu ljóða hámerinni, undirrituð af Stefáni Boga Sveinssyni, vegna Litlu ljóðahátíðarinnar í Norðausturríki sem fram fer 16. - 20. október.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að Litlu ljóða hámerinni verði veittur styrkur að upphæð kr. 30.000 sem takist af lið 05.74.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Tour de Ormurinn, fundargerð frá 21. ágúst 2014

Málsnúmer 201409064

Fyrir liggur til kynningar fundargerð um Tour de Ormurinn, frá 21. ágúst 2014.

Lagt fram til kynningar.

5.Þjónusta við innviði í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201409066

Fyrir liggur kynningarbréf frá Leiðum verkfræðistofu ehf um lausnir fyrir uppbyggingu innviða á borð við salernislausnir á ferðamannastööðum. Málinu var vísað til nefndarinnar frá umhverfis- og framkvæmdanefnd 23.9. 2014.

Lagt fram til kynningar.

6.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201408090

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að skipað verði í vinnuhóp um menningarstefnu Fljótsdalshéraðs, einn frá hverju framboði, á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2015

Málsnúmer 201406126

Lagðar fram breytingar á fjárhagsáætlun nefndarinnar til kynningar og samþykktar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:00.