Fagráð Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201409153

Atvinnu- og menningarnefnd - 5. fundur - 06.10.2014

Samkvæmt samþykktum fyrir Menningarmiðstöð Fljótsdalshérað ber atvinnu- og menningarnefnd að tilnefna þrjá fulltrúa í fagráð Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs í samstarfi við forstöðumann menningarmiðstöðvarinnar.

Atvinnu- menningarnefnd felur starfsmanni að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 6. fundur - 20.10.2014

Samkvæmt samþykktum fyrir Menningarmiðstöð Fljótsdalshérað ber atvinnu- og menningarnefnd að tilnefna þrjá fulltrúa í fagráð Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs í samstarfi við forstöðumann menningarmiðstöðvarinnar.

Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 6. október 2014.

Atvinnu og menningarnefnd leggur til að Suncana Slamnig, Karen Erla Erlingsdóttir og Ólöf Björk Bragadóttir skipi fagráð Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 206. fundur - 05.11.2014

Gunnhildur Ingvarsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu.
Fulltrúar B-lista gera að tillögu sinni að skipun í fagráð verði vísað aftur til atvinnu- og menningarnefndar, þar sem kynjahlutfalls verði gætt og að einn fulltrúi hafi sérþekkingu á sviðslistum.

Tillagan borin upp og felld þar sem fjórir greiddu atkvæði á móti henni (GJ. ÞMÞ, AA og GK) þrír greiddu henni atkv.( GI, PS og KJ) en tveir sátu hjá (SB. og ÁK.)


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að Suncana Slamnig, Karen Erla Erlingsdóttir og Ólöf Björk Bragadóttir skipi fagráð Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs.

Tillagan borin upp og samþykkt með sex atkv. meirihluta gegn þremur atkv. minnihluta.