Samkvæmt samþykktum fyrir Menningarmiðstöð Fljótsdalshérað ber atvinnu- og menningarnefnd að tilnefna þrjá fulltrúa í fagráð Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs í samstarfi við forstöðumann menningarmiðstöðvarinnar.
Atvinnu- menningarnefnd felur starfsmanni að vinna málið áfram.
Samkvæmt samþykktum fyrir Menningarmiðstöð Fljótsdalshérað ber atvinnu- og menningarnefnd að tilnefna þrjá fulltrúa í fagráð Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs í samstarfi við forstöðumann menningarmiðstöðvarinnar.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 6. október 2014.
Atvinnu og menningarnefnd leggur til að Suncana Slamnig, Karen Erla Erlingsdóttir og Ólöf Björk Bragadóttir skipi fagráð Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs.
Gunnhildur Ingvarsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu. Fulltrúar B-lista gera að tillögu sinni að skipun í fagráð verði vísað aftur til atvinnu- og menningarnefndar, þar sem kynjahlutfalls verði gætt og að einn fulltrúi hafi sérþekkingu á sviðslistum.
Tillagan borin upp og felld þar sem fjórir greiddu atkvæði á móti henni (GJ. ÞMÞ, AA og GK) þrír greiddu henni atkv.( GI, PS og KJ) en tveir sátu hjá (SB. og ÁK.)
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að Suncana Slamnig, Karen Erla Erlingsdóttir og Ólöf Björk Bragadóttir skipi fagráð Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs.
Tillagan borin upp og samþykkt með sex atkv. meirihluta gegn þremur atkv. minnihluta.
Atvinnu- menningarnefnd felur starfsmanni að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.