Á fundinum undir þessum lið sátu Þór Ragnarsson og Hannibal Guðmundsson frá Ferðaskrifstofu Austurlands og kynntu hugmyndir sínar um nýtingu Egilsstaðaflugvallar.
Atvinnu- og menningarnefnd krefst þess að verð á flugvélaeldsneyti verði það sama um allt land. Eins og staðan er nú er þar verulegur munur á og samkeppnishamlandi fyrir Egilsstaðaflugvöll. Nefndin leggur til að bæjarstjórn fylgi málinu eftir af festu.
Á fundinn undir þessum lið mætti Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri hjá Fjarðabyggð og gerði grein fyrir stöðu verkefnisins um olíuleit- og vinnslu á Drekasvæðinu, en sveitarfélögin Fjarðabyggð og Fljótsdalshéraðs standa saman að því. Ástu er að lokum þökkuð greinargóð kynning.
3.Dyrfjöll - Stórurð - gönguparadís. Staða verkefnisins og næstu skref
Fyrir liggur bréf, dagsett 20. febrúar 2015, frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, þar sem staðfest er að verkefnið "Dyrfjöll - Stórurð: Gönguparadís til framtíðar" hlaut fimm milljón króna styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Atvinnu- og menningarnefnd fagnar styrkveitingunni. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.
Fyrir liggur bréf til kynningar frá Styrktarsjóði EBÍ til aðildarsveitarfélaga, dagsett 12. febrúar 2015, þar sem vakin er athygli á að umsóknarfrestur í sjóðinn er til aprílloka.
Fyrir liggja umsóknir til Atvinnumálasjóðs Fljótsdalshéraðs, en umsóknarfrestur rann út 1. mars 2015. Umsóknirnar verða teknar til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.
Atvinnu- og menningarnefnd krefst þess að verð á flugvélaeldsneyti verði það sama um allt land. Eins og staðan er nú er þar verulegur munur á og samkeppnishamlandi fyrir Egilsstaðaflugvöll.
Nefndin leggur til að bæjarstjórn fylgi málinu eftir af festu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.