Egilsstaðaflugvöllur og áfangastaðurinn Austurland

Málsnúmer 201410144

Atvinnu- og menningarnefnd - 9. fundur - 24.11.2014

Á fundinn undir þessum lið mætti María Hjálmarsdóttir frá Austurbrú og fór hún yfir stöðu ýmissa mála er varða millilandaflug um Egilsstaðaflugvöll.

Atvinnu-, og menningarnefnd Fljótsdalshéraðs kallar eftir heilstæðri stefnu frá stjórnvöldum um rekstur og markaðssetningu alþjóða flugvallarins á Egilsstöðum. Það er skoðun nefndarinnar að stefna skuli að því að opnuð verði fleiri en ein fluggátt fyrir alþjóðaflug inn í landið vegna aukningar ferðamanna, öryggis þeirra og sem lið í því að dreifa álagi vegna hins aukna ferðamannastraums til landsins.
Nefndin tekur heilshugar undir ályktun Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá því í september sl. þar sem eindreginn stuðningur var við hugmyndina um eflingu Egilsstaðaflugvallar sem aðra gátt ferðamanna til landsins. Bókun bæjastjórnar Norðurþings frá 21. október sl. tekur undir þessa hugmynd en þar eru stjórnvöld hvött til að markaðssetja Egilsstaðaflugvöll til erlendra flugfélaga sem valkost við Keflavíkurflugvöll.
Nefndin fagnar því að Egilsstaðaflugvöllur sé nefndur í þessum bókunum sem annar valkostur við Keflavík, og styrkir þá skoðun nefndarinnar að hann sé best til þessa hlutverks fallinn.
Atvinnu- og menningarnefnd Fljótsdalshéraðs skorar á stjórnvöld að byggja flugvöllinn upp enn frekar svo nýta megi hann betur sem alþjóðlega samgöngumiðstöð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 208. fundur - 03.12.2014

Á fundi atvinnu- og menningarnefndar undir þessum lið mætti María Hjálmarsdóttir frá Austurbrú og fór hún yfir stöðu ýmissa mála er varða millilandaflug um Egilsstaðaflugvöll.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu-, og menningarnefnd Fljótsdalshéraðs og kallar eftir heilstæðri stefnu frá stjórnvöldum um rekstur og markaðssetningu alþjóða flugvallarins á Egilsstöðum. Það er skoðun bæjarstjórnar að stefna skuli að því að opnuð verði fleiri en ein fluggátt fyrir alþjóðaflug inn í landið vegna aukningar ferðamanna, öryggis þeirra og sem lið í því að dreifa álagi vegna hins aukna ferðamannastraums til landsins.
Bæjarstjórn tekur heilshugar undir ályktun Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá því í september sl. þar sem eindreginn stuðningur var við hugmyndina um eflingu Egilsstaðaflugvallar sem aðra gátt ferðamanna til landsins. Bókun bæjastjórnar Norðurþings frá 21. október sl. tekur undir þessa hugmynd, en þar eru stjórnvöld hvött til að markaðssetja Egilsstaðaflugvöll til erlendra flugfélaga sem valkost við Keflavíkurflugvöll.
Bæjarstjórn fagnar því að Egilsstaðaflugvöllur sé nefndur í þessum bókunum sem annar valkostur við Keflavík, og styrkir þá skoðun hennar að hann sé best til þessa hlutverks fallinn.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs skorar á stjórnvöld að byggja flugvöllinn upp enn frekar svo nýta megi hann betur sem alþjóðlega samgöngumiðstöð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 15. fundur - 09.03.2015

Á fundinum undir þessum lið sátu Þór Ragnarsson og Hannibal Guðmundsson frá Ferðaskrifstofu Austurlands og kynntu hugmyndir sínar um nýtingu Egilsstaðaflugvallar.

Atvinnu- og menningarnefnd krefst þess að verð á flugvélaeldsneyti verði það sama um allt land. Eins og staðan er nú er þar verulegur munur á og samkeppnishamlandi fyrir Egilsstaðaflugvöll.
Nefndin leggur til að bæjarstjórn fylgi málinu eftir af festu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 213. fundur - 18.03.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og krefst þess að ríkisvaldið setji reglur um flutningsjöfnun á verði flugvéla eldsneytis, svo sem gildir um eldsneytisverð almennt, þannig að verð á flugvélaeldsneyti verði það sama um allt land. Eins og staðan er nú er þar verulegur munur á og samkeppnishamlandi fyrir Egilsstaðaflugvöll.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 223. fundur - 16.09.2015

Niðurstaða málsins var bókuð í trúnaðarmálabók.

Atvinnu- og menningarnefnd - 29. fundur - 25.01.2016

Á fundinn undir þessum lið mættu Sigrún Hólm Þórleifsdóttir og Ívar Ingimundarson, fulltrúar Þjónustusamfélagsins á Héraði.

Atvinnu og menningarnefnd leggur til að haldinn verði opinn borgarafundur í febrúar í samstarfi við Þjónustusamfélagið á Héraði og hagsmunaaðila, um flug Discover the world um Egilsstaðaflugvöll í sumar. Á fundinum verði verkefnið kynnt og áhersla lögð á að ræða aðgerðir heimaðila vegna móttöku gesta með fluginu og tækifæri sem tengjast því.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 231. fundur - 03.02.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að haldinn verði opinn borgarafundur í febrúar í samstarfi við Þjónustusamfélagið á Héraði og hagsmunaaðila, um flug Discover the world um Egilsstaðaflugvöll í sumar. Á fundinum verði verkefnið kynnt og áhersla lögð á að ræða aðgerðir heimaðila vegna móttöku gesta með fluginu og tækifæri sem tengjast því.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 354. fundur - 12.09.2016

Jóna Árný Þórðardóttir framkvæmdastjóri Austurbrúar mætti til fundar og fór yfir hvernig til tókst á liðnu sumri, varðandi beint flug milli London og Egilsstaða. Einnig fór hún yfir stöðu verkefnisins, Áfangastaðurinn Austurland. Jafnframt svaraði hún spurningum fundarmanna varðandi þessi verkefni og stöðu þeirra.
Að lokinni góðri yfirferð yfir málið, var Jónu þökkuð koman og veittar upplýsingar.